Lífið

Ása og Leo héldu tvö­falda skírnar­veislu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ása og Leo héldu skírnarveisluna á Kjarval.
Ása og Leo héldu skírnarveisluna á Kjarval. Ása Steinars

Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Sebastian Alsved, héldu tvöfalda skírnarveislu fyrir syni sína í Fantasíusalnum á Kjarval síðastliðinn sunnudag. Ása deilir gleðitíðindunum á Instagram.

Ása og Leo eignuðust sitt annað barn þann 31. júlí síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Atlas, sem fæddist í janúar 2022. Atlas hafði ekki verið skírður, svo hjónin nýttu tækifærið og skírðu báða syni sína. Sá yngri fékk nafnið Jökull.

„Við gáfum barninu okkar loksins nafn… og já, það er eitt af þeim íslensku nöfnum. Ég kynni Jökul,“ Ása skrifaði og útskýrði hvernig nafnið er innblásið af jöklum Íslands, þar sem hann er með djúpblá augu.

Ása ásamt sonum sínum, Atlasi og Jökli.Instagram
Skírnarkakan með nöfnum drengjanna.Instagram
Instagram
Ása og Atlas á Austurvelli.Instagram

Framburður og nafnaval

Í öðru myndbandi, sem Ása birti á dögunum, má sjá þegar hún og Leo ræða möguleg nöfn á yngri soninn. Hún segir að það geti verið krefjandi að velja nafn sem hentar bæði á Íslandi og í Svíþjóð.

„Hér er myndband sem við tókum upp þegar ég var gengin 40 vikur, þar sem við ræddum nöfn sem gætu komið til greina. Eins og sést, er það ekki auðveldasta verkefnið þegar við erum frá Íslandi og Svíþjóð. Og já, við enduðum á því að velja ekki Levi.“

Ása er einn stærsti áhrifavaldur Íslands og er með um 1,4 milljón fylgjendur á Instagram. Hún starfar við ljósmyndun og flakkar vítt og breitt um heiminn í starfi sínu og deilir því á samfélagsmiðlum sínum.

Hjónin festu kaup á fallegu einbýlishúsi í Garðabæ í lok síðasta árs. Undanfarin ár hafa þau flakkað heimshorna á milli líkt og fylgjendur Ásu á samfélagsmiðlum vita mæta vel, meðal annars í uppgerðum húsbíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.