Lífið

Einar og Milla skírðu drenginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson hafa verið hjón í fimm ár og eiga tvo syni saman.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson hafa verið hjón í fimm ár og eiga tvo syni saman. Vísir/Hulda Margrét

Einar Þorsteinsson, fráfarandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfir­framleiðandi hjá ACT4, hafa gefið ungum drengi þeirra nafnið Þorsteinn.

Þorsteinn Halldór Einarsson var skírður í gær en í færslu um skírnina á Facebook segir Milla að hann sé „yndið okkar, yngsta og besta, og púslið sem fullkomnar heimilið og við vissum ekki að okkur vantaði“.

„Þetta var yndisleg athöfn með okkar besta fólki sem við erum svo þakklát fyrir. Það eru afar hamingjusamir og meyrir foreldrar sem leggjast á koddann í kvöld.“

Fyrir eiga þau hjónin saman soninn Emil Magnús sem fæddist 3. apríl 2021 og á Einar tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Þau trúlofuðu sig í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu árið 2019 og giftu sig með eins dags fyrirvara árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.