Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. október 2025 07:03 Darri Tryggvason tónlistarmaður ræddi við blaðamann um nýjan kafla. Vísir/Anton Brink „Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf. Var ekki að saka Frikka Dór um stuld Darri Tryggvason er fæddur árið 1995 og ólst upp í Hafnarfirði. „Ég er í grunninn píanóleikari en svo langaði mig að vera plötusnúður sem samdi sín eigin lög, eins og Avicii. Þannig stíg ég mín fyrstu skref inn í senuna, fer að búa til lög og DJa aðallega á Flensborgarviðburðum og öðrum menntaskólaböllum. Það var ótrúlega gaman og stuttu síðar byrja ég að prófa að syngja.“ Darri fann fljótt að honum fannst gaman að koma fram.Aðsend Fyrsta lagið sem Darri söng yfir á sér áhugaverða sögu. „Ég samdi takt (e. beat) sem ég sendi á Friðrik Dór og Ásgeir Orra á sínum tíma. Stuttu síðar kom lagið Fröken Reykjavík út sem mér fannst svipað mínum takti og ég hélt að þeir hefðu kannski fengið innblástur frá mér. Svo var þetta tekið algjörlega úr samhengi, ég var bara ótrúlega glaður og fannst það heiður ef þetta hefði eitthvað tengst mér. Svo tók einhver blaðamaður þetta og lét líta út fyrir að ég væri að ásaka þá um stuld, sem var bara alls ekki málið. Ég allavega ákvað svo að syngja yfir þennan takt og það var fyrsta lagið sem ég gaf út. Það var reyndar ekkert æðislega spes lag en ég lærði mikið á því,“ segir Darri. Bjó til hliðarsjálfið Háska Í kringum árið 2017 fer rosaleg rappbylgja af stað í Hafnarfirði þegar JóiPé og Króli slá í gegn. „Þeir eru aðeins yngri en ég og ég fékk sjúklega mikinn innblástur frá þeim á sínum tíma. Senan hafði svo mikið verið í kringum miðbæjargengin og það var gaman að sjá stráka úr Hafnarfirði koma svona inn í þetta.“ Darri var á þessum tíma að semja lög undir innblæstri Avicii og svo verður til hliðarsjálfið Háski. „Það var fyrst eitthvað algjört djók sem fékk smá athygli sem var alveg gaman. Ég byrjaði að semja eitthvað teknó bull og birta það á Youtube undir nafninu Háska en enginn vissi hver það var. Á þessum tíma fór ég líka að vinna mikið bæði með Sprite Zero Klan og Séra Bjössa. Þeir eru miklir flipparar og ég smitaðist af þeim þannig ég fer að gera bara pjúra djammlög, sem er alltaf gaman og stemning.“ View this post on Instagram A post shared by Háski (@haskimusic) Allt stopp þegar allt stefndi á flug Þegar ferillinn var farinn á smá flug hjá Darra skellur Covid á. „Þarna voru lögin mín aðeins byrjuð að fá spilun og ég átti að vera á Þjóðhátíð með lítið slott sem var svona fyrsta stóra giggið mitt. Ég var náttúrulega sjúklega spenntur og Covid slekkur smá á listrænni útrás hjá manni.“ Arnar Gauti og Darri eru mjög góðir vinir og hafa hvatt hvorn annan áfram í tónlistinni.Aðsend Darri upplifði vatnaskil í listsköpun sinni þegar hann gaf út lagið Drive með sveitinni Séra Bjössa. „Það var almennilegt og fullmótað lag sem ég er ótrúlega stoltur af. Stuttu síðar kynnist ég Arnari Gauta, eða Curly, og við byrjum að vinna saman. Við gerðum meðal annars létt og skemmtilegt þjóðhátíðarlag sem ég samdi taktinn við á örfáum mínútum þegar hann var á leið í stúdíóið til mín.“ Lagið heitir Besta partý ever og Darri kom fram undir nafninu Háski stuttlega í setti Inga Bauer á Þjóðhátíð. „Eftir það byrja ég aðeins að fá bókanir og fer líka að leggja meira í þetta. Ég hafði alltaf gert allt sjálfur frá A-Ö en byrja þarna að vinna með frábærum pródúser sem heitir Alexander Orri. Þá næ ég að einblína betur á lagasmíðina.“ Gríngríman fallin Darri hafði alltaf átt svolítið erfitt með að gefa út tónlist undir eigin nafni en ákvað svo að það væri kominn tími til að breyta því. „Curly hjálpaði mér svolítið að fara út úr skelinni, hann er svo mikill peppari. Háski var svo mikil gríma hjá mér og ég var alltaf smá feiminn við að standa með tónlistinni minni, það var þægilegra að fela mig á bak við grínið og segja að það væri engin alvara á bak við þetta.“ Darri naut þess í botn að koma fram á Þjóðhátíð.Aðsend Hann og Patrik gefa svo út lagið Hvert ertu að fara sem Darri samdi með Ingimari og þar finnur hann fyrir breytingu. „Þarna er ég byrjaður að skrifa frá hjartanu og þora að berskjalda mig. Ég var á erfiðum stað í sambandinu mínu og Ingimar hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég fann hvað það var ótrúlega gott að semja frá hjartanu en ekki bara vera í gríninu. Þetta var svo satt og það var frekar heilandi. Þannig nærðu líka að tengjast fólki betur með tónlistinni þinni.“ Langar að vera í auðmýktinni Eftir þetta lýkur Háskatímabilinu. „Ég gaf út plötuna Háskaseason og það er nákvæmlega það sem þetta var, tímabil þar sem ég var að finna mig í tónlistinni. Svo týndi ég sjálfum mér aðeins og mig langaði að gefa út tónlist af auðmýkt, verða betri í því sem ég er að gera og samkvæmur sjálfum mér. Núna er ég að vinna að plötu sem byggir á erfiðri lífsreynslu og ég verð bara að koma henni frá mér. Svo hlakka ég alveg til að gera létt og skemmtileg lög líka aftur og ég mun alltaf líka halda í gleði og flipp sko.“ Darri hlakkar til að byrja nýjan kafla en leyfir sér að vera hrár og berskjaldaður.Vísir/Anton Brink Darri er búinn að vinna að þessari plötu síðan í sumar. „Þegar ég gaf út lagið Baby hvað viltu var ég á rosalega erfiðum stað. Sambandið mitt var á tímamótum, það gat fallið í báðar áttir og við endum á að hætta saman eftir fimm ára samband. Við tekur rosalega erfitt tímabil og mikið kaos. Það er rosalega mikil sorg sem fylgir þessu sem er mjög erfitt að vinna úr. og mjög erfitt að vinna úr því. Ég er búinn að vera mjög týndur og ringlaður eftir þetta. Maður hefur gengið í gegnum einhvers konar ástarsorg áður en þetta er það þyngsta sem ég hef gengið í gegnum hingað til.“ Er ekki að tala illa um neinn Darri fann strax að það hjálpaði honum að skrifa texta. „Eins klisjulegt og það hljómar þá er maður listamaður og notar þessa orku í sköpun. Ég byrjaði að skrifa ógeðslega mikið og Ingimar pródúsent var bara eins og sálfræðingurinn minn. Sum lögin eru náttúrulega allt of mikið, alltof hrá og þau fara ekki á plötuna,“ segir Darri hlæjandi. „En það var gott að skapa eitthvað ótrúlega hrátt og satt og vera berskjaldaður. Öll lögin komu svo náttúrulega og ég þurfti lítið að hafa fyrir textanum.“ Darri segist ekki tala illa um neinn og sé einfaldlega að syngja um sammannlegar tilfinningar sem tengjast ástarsorg. Vísir/Anton Brink Aðspurður hvað fyrrverandi kærustu hans finnist um að platan sé byggð á þeirra sambandi segir Darri: „Ég er ekki að tala illa um neinn, ég er bara að vinna ur tilfinningunum. Það er samt auðvitað skrítið að gefa þetta út en ég er ekki að fara í smáatriði heldur fyrst og fremst bara þetta sammannlega sem fólk í ástarsorg upplifir. Þetta er svo mikill sársauki og þetta er svo hræðilega erfitt. Það þarf að gefa sér tíma í að finna sig aftur því þú ert auðvitað ekki sama manneskjan þegar þú kemur úr sambandi og þú varst fyrir. Þannig þú ert alltaf frekar týndur fyrst.“ Aldrei verið jafn einmana Hann segir þó allt á réttri leið hjá sér. „Ég er að kynnast sjálfum mér upp á nýtt. Ég er farinn að þekkja tónlistar mig rosalega vel og ég finn að ég sæki mikið í það að demba mér í tónlistina. Mér finnst tónlistin líka svo frábær og falleg leið til þess að tengjast fólki. Minn tilgangur er að skemmta og ég hlakka svo mikið til að halda áfram að gera það og fara svo að gefa út fleiri partýlög.“ Darri sendi nýverið frá sér lagið Einmana undir eigin nafni. „Það hefur aldrei átt jafn vel við í lífinu,“ segir hann kíminn. Hér má hlusta á lagið Einmana: Klippa: Darri - Einmana „Það besta sem þú getur gert er að draga djúpt andann og taka þetta skref fyrir skref í gegnum allar tilfinningarnar. Auðvitað er auðvelt að flýja og maður gerir það alveg, fer meira út á lífið og dreifir huganum sem er líka eðlilegt.“ Verður að senda þetta frá sér Platan er væntanleg snemma á næsta ári og segist Darri hlakka mikið til. „Auðvitað er þetta líka stressandi en ég bara verð að klára þetta og senda þetta frá mér. Þetta er mín saga sem mig langar að segja og ég verð að ljúka þessum kafla til að fara peppaður inn í nýjan,“ segir hann fullur tilhlökkunar að lokum. View this post on Instagram A post shared by Háski (@haskimusic) Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
Var ekki að saka Frikka Dór um stuld Darri Tryggvason er fæddur árið 1995 og ólst upp í Hafnarfirði. „Ég er í grunninn píanóleikari en svo langaði mig að vera plötusnúður sem samdi sín eigin lög, eins og Avicii. Þannig stíg ég mín fyrstu skref inn í senuna, fer að búa til lög og DJa aðallega á Flensborgarviðburðum og öðrum menntaskólaböllum. Það var ótrúlega gaman og stuttu síðar byrja ég að prófa að syngja.“ Darri fann fljótt að honum fannst gaman að koma fram.Aðsend Fyrsta lagið sem Darri söng yfir á sér áhugaverða sögu. „Ég samdi takt (e. beat) sem ég sendi á Friðrik Dór og Ásgeir Orra á sínum tíma. Stuttu síðar kom lagið Fröken Reykjavík út sem mér fannst svipað mínum takti og ég hélt að þeir hefðu kannski fengið innblástur frá mér. Svo var þetta tekið algjörlega úr samhengi, ég var bara ótrúlega glaður og fannst það heiður ef þetta hefði eitthvað tengst mér. Svo tók einhver blaðamaður þetta og lét líta út fyrir að ég væri að ásaka þá um stuld, sem var bara alls ekki málið. Ég allavega ákvað svo að syngja yfir þennan takt og það var fyrsta lagið sem ég gaf út. Það var reyndar ekkert æðislega spes lag en ég lærði mikið á því,“ segir Darri. Bjó til hliðarsjálfið Háska Í kringum árið 2017 fer rosaleg rappbylgja af stað í Hafnarfirði þegar JóiPé og Króli slá í gegn. „Þeir eru aðeins yngri en ég og ég fékk sjúklega mikinn innblástur frá þeim á sínum tíma. Senan hafði svo mikið verið í kringum miðbæjargengin og það var gaman að sjá stráka úr Hafnarfirði koma svona inn í þetta.“ Darri var á þessum tíma að semja lög undir innblæstri Avicii og svo verður til hliðarsjálfið Háski. „Það var fyrst eitthvað algjört djók sem fékk smá athygli sem var alveg gaman. Ég byrjaði að semja eitthvað teknó bull og birta það á Youtube undir nafninu Háska en enginn vissi hver það var. Á þessum tíma fór ég líka að vinna mikið bæði með Sprite Zero Klan og Séra Bjössa. Þeir eru miklir flipparar og ég smitaðist af þeim þannig ég fer að gera bara pjúra djammlög, sem er alltaf gaman og stemning.“ View this post on Instagram A post shared by Háski (@haskimusic) Allt stopp þegar allt stefndi á flug Þegar ferillinn var farinn á smá flug hjá Darra skellur Covid á. „Þarna voru lögin mín aðeins byrjuð að fá spilun og ég átti að vera á Þjóðhátíð með lítið slott sem var svona fyrsta stóra giggið mitt. Ég var náttúrulega sjúklega spenntur og Covid slekkur smá á listrænni útrás hjá manni.“ Arnar Gauti og Darri eru mjög góðir vinir og hafa hvatt hvorn annan áfram í tónlistinni.Aðsend Darri upplifði vatnaskil í listsköpun sinni þegar hann gaf út lagið Drive með sveitinni Séra Bjössa. „Það var almennilegt og fullmótað lag sem ég er ótrúlega stoltur af. Stuttu síðar kynnist ég Arnari Gauta, eða Curly, og við byrjum að vinna saman. Við gerðum meðal annars létt og skemmtilegt þjóðhátíðarlag sem ég samdi taktinn við á örfáum mínútum þegar hann var á leið í stúdíóið til mín.“ Lagið heitir Besta partý ever og Darri kom fram undir nafninu Háski stuttlega í setti Inga Bauer á Þjóðhátíð. „Eftir það byrja ég aðeins að fá bókanir og fer líka að leggja meira í þetta. Ég hafði alltaf gert allt sjálfur frá A-Ö en byrja þarna að vinna með frábærum pródúser sem heitir Alexander Orri. Þá næ ég að einblína betur á lagasmíðina.“ Gríngríman fallin Darri hafði alltaf átt svolítið erfitt með að gefa út tónlist undir eigin nafni en ákvað svo að það væri kominn tími til að breyta því. „Curly hjálpaði mér svolítið að fara út úr skelinni, hann er svo mikill peppari. Háski var svo mikil gríma hjá mér og ég var alltaf smá feiminn við að standa með tónlistinni minni, það var þægilegra að fela mig á bak við grínið og segja að það væri engin alvara á bak við þetta.“ Darri naut þess í botn að koma fram á Þjóðhátíð.Aðsend Hann og Patrik gefa svo út lagið Hvert ertu að fara sem Darri samdi með Ingimari og þar finnur hann fyrir breytingu. „Þarna er ég byrjaður að skrifa frá hjartanu og þora að berskjalda mig. Ég var á erfiðum stað í sambandinu mínu og Ingimar hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég fann hvað það var ótrúlega gott að semja frá hjartanu en ekki bara vera í gríninu. Þetta var svo satt og það var frekar heilandi. Þannig nærðu líka að tengjast fólki betur með tónlistinni þinni.“ Langar að vera í auðmýktinni Eftir þetta lýkur Háskatímabilinu. „Ég gaf út plötuna Háskaseason og það er nákvæmlega það sem þetta var, tímabil þar sem ég var að finna mig í tónlistinni. Svo týndi ég sjálfum mér aðeins og mig langaði að gefa út tónlist af auðmýkt, verða betri í því sem ég er að gera og samkvæmur sjálfum mér. Núna er ég að vinna að plötu sem byggir á erfiðri lífsreynslu og ég verð bara að koma henni frá mér. Svo hlakka ég alveg til að gera létt og skemmtileg lög líka aftur og ég mun alltaf líka halda í gleði og flipp sko.“ Darri hlakkar til að byrja nýjan kafla en leyfir sér að vera hrár og berskjaldaður.Vísir/Anton Brink Darri er búinn að vinna að þessari plötu síðan í sumar. „Þegar ég gaf út lagið Baby hvað viltu var ég á rosalega erfiðum stað. Sambandið mitt var á tímamótum, það gat fallið í báðar áttir og við endum á að hætta saman eftir fimm ára samband. Við tekur rosalega erfitt tímabil og mikið kaos. Það er rosalega mikil sorg sem fylgir þessu sem er mjög erfitt að vinna úr. og mjög erfitt að vinna úr því. Ég er búinn að vera mjög týndur og ringlaður eftir þetta. Maður hefur gengið í gegnum einhvers konar ástarsorg áður en þetta er það þyngsta sem ég hef gengið í gegnum hingað til.“ Er ekki að tala illa um neinn Darri fann strax að það hjálpaði honum að skrifa texta. „Eins klisjulegt og það hljómar þá er maður listamaður og notar þessa orku í sköpun. Ég byrjaði að skrifa ógeðslega mikið og Ingimar pródúsent var bara eins og sálfræðingurinn minn. Sum lögin eru náttúrulega allt of mikið, alltof hrá og þau fara ekki á plötuna,“ segir Darri hlæjandi. „En það var gott að skapa eitthvað ótrúlega hrátt og satt og vera berskjaldaður. Öll lögin komu svo náttúrulega og ég þurfti lítið að hafa fyrir textanum.“ Darri segist ekki tala illa um neinn og sé einfaldlega að syngja um sammannlegar tilfinningar sem tengjast ástarsorg. Vísir/Anton Brink Aðspurður hvað fyrrverandi kærustu hans finnist um að platan sé byggð á þeirra sambandi segir Darri: „Ég er ekki að tala illa um neinn, ég er bara að vinna ur tilfinningunum. Það er samt auðvitað skrítið að gefa þetta út en ég er ekki að fara í smáatriði heldur fyrst og fremst bara þetta sammannlega sem fólk í ástarsorg upplifir. Þetta er svo mikill sársauki og þetta er svo hræðilega erfitt. Það þarf að gefa sér tíma í að finna sig aftur því þú ert auðvitað ekki sama manneskjan þegar þú kemur úr sambandi og þú varst fyrir. Þannig þú ert alltaf frekar týndur fyrst.“ Aldrei verið jafn einmana Hann segir þó allt á réttri leið hjá sér. „Ég er að kynnast sjálfum mér upp á nýtt. Ég er farinn að þekkja tónlistar mig rosalega vel og ég finn að ég sæki mikið í það að demba mér í tónlistina. Mér finnst tónlistin líka svo frábær og falleg leið til þess að tengjast fólki. Minn tilgangur er að skemmta og ég hlakka svo mikið til að halda áfram að gera það og fara svo að gefa út fleiri partýlög.“ Darri sendi nýverið frá sér lagið Einmana undir eigin nafni. „Það hefur aldrei átt jafn vel við í lífinu,“ segir hann kíminn. Hér má hlusta á lagið Einmana: Klippa: Darri - Einmana „Það besta sem þú getur gert er að draga djúpt andann og taka þetta skref fyrir skref í gegnum allar tilfinningarnar. Auðvitað er auðvelt að flýja og maður gerir það alveg, fer meira út á lífið og dreifir huganum sem er líka eðlilegt.“ Verður að senda þetta frá sér Platan er væntanleg snemma á næsta ári og segist Darri hlakka mikið til. „Auðvitað er þetta líka stressandi en ég bara verð að klára þetta og senda þetta frá mér. Þetta er mín saga sem mig langar að segja og ég verð að ljúka þessum kafla til að fara peppaður inn í nýjan,“ segir hann fullur tilhlökkunar að lokum. View this post on Instagram A post shared by Háski (@haskimusic)
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira