Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Hér er á ferðinni Brie-ostur í stökkum pistasíuhjúp, með heitu hunangi og rifsberjum. Gotteri.is Hér er á ferðinni öðruvísi og bragðgóð útgáfa af bökuðum Brie-osti. Blanda af stökkum pistasíuhjúp, heitu hunangi og rifsberjum er ómótstæðileg. Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemum á heiðurinn af þessari uppskrift, sem er tilvalin til að bjóða upp á í saumaklúbbnum eða á aðventunni. Stökkir Brie-bitar í pistasíuhjúp Hráefni- átján bitar 2 x Bónda Brie ostur 1 egg 40 g Panko rasp 50 g pistasíukjarnar 2 tsk. saxað ferskt rósmarín ½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. chilli hunang Rifsber Olía (grænmetis) til steikingar Aðferð: Byrjið á því að skera rúnnaða hlutann af ostinum og útbúa ferhyrning úr honum. Skerið hvorn ost um sig í níu bita. Setjið bitana í frysti í 10 til 15 mínútur. Pískið egg í skál og saxið pistasíukjarnana smátt niður. Blandið raspinum, pistasíuhnetunum, rósmaríni, salti og pipar saman í aðra skál. Geymið smá af pistasíunum til að strá yfir í lokin. Takið bitana úr frystinum, veltið þeim upp úr eggjablöndunni og næst pistasíublöndunni. Endurtakið og hjúpið þannig hvern bita tvisvar sinnum. Setjið þá aftur inn í frysti í u.þ.b. tíu mínútur. Hitið olíu á lítilli pönnu á meðalhita. Gott er að hún sé með eins sentimetra brún. Steikið hvern bita í eina til tvær mínútur á hvorri hlið, eða þar til að bitarnir eru orðnir gullinbrúnir. Snúið þeim varlega við með töng og leggið á eldhúspappír þegar þeir eru tilbúnir svo að fitan leki vel af. Raðið loks bitunum á diskinn, bætið chilli-hunanginu yfir, setjið rifsber ofan á og stráið smá af pistasíuhnetunum yfir. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni
Stökkir Brie-bitar í pistasíuhjúp Hráefni- átján bitar 2 x Bónda Brie ostur 1 egg 40 g Panko rasp 50 g pistasíukjarnar 2 tsk. saxað ferskt rósmarín ½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. chilli hunang Rifsber Olía (grænmetis) til steikingar Aðferð: Byrjið á því að skera rúnnaða hlutann af ostinum og útbúa ferhyrning úr honum. Skerið hvorn ost um sig í níu bita. Setjið bitana í frysti í 10 til 15 mínútur. Pískið egg í skál og saxið pistasíukjarnana smátt niður. Blandið raspinum, pistasíuhnetunum, rósmaríni, salti og pipar saman í aðra skál. Geymið smá af pistasíunum til að strá yfir í lokin. Takið bitana úr frystinum, veltið þeim upp úr eggjablöndunni og næst pistasíublöndunni. Endurtakið og hjúpið þannig hvern bita tvisvar sinnum. Setjið þá aftur inn í frysti í u.þ.b. tíu mínútur. Hitið olíu á lítilli pönnu á meðalhita. Gott er að hún sé með eins sentimetra brún. Steikið hvern bita í eina til tvær mínútur á hvorri hlið, eða þar til að bitarnir eru orðnir gullinbrúnir. Snúið þeim varlega við með töng og leggið á eldhúspappír þegar þeir eru tilbúnir svo að fitan leki vel af. Raðið loks bitunum á diskinn, bætið chilli-hunanginu yfir, setjið rifsber ofan á og stráið smá af pistasíuhnetunum yfir. View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni