Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2025 11:00 Florian Wirtz er næstdýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. epa/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50. Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03