Enski boltinn

Hjör­var sagði Gonzá­lez fá sím­tal: „Ef það gerist þá verður það frá­bært“

Sindri Sverrisson skrifar
Nico González glotti þegar Hjörvar Hafliðason spurði hvort hann byggist við símtali frá spænska landsliðsþjálfaranum.
Nico González glotti þegar Hjörvar Hafliðason spurði hvort hann byggist við símtali frá spænska landsliðsþjálfaranum. Sýn Sport

Spænski miðjumaðurinn Nico González mætti í viðtal við Hjörvar Hafliðason eftir 3-0 sigurinn með Manchester City gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. González skoraði eitt markanna en var ekki sammála því að hann hefði átt sinn besta leik í gær.

González sagði við Hjörvar að hann hefði átt sinn besta leik gegn Bournemouth fyrir viku síðan:

„En þetta var mjög góður leikur. Ég er að bæta mig mikið og sjálfstraustið er sífellt að aukast sem er mjög mikilvægt,“ sagði González, himinlifandi eftir markið sitt og sigurinn eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Nico González í viðtali við Hjörvar

Hinn 23 ára González kom til City frá Porto í byrjun þessa árs og skoraði í maí sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni:

„Á síðustu leiktíð endaði ég raunar á að skora samtals níu mörk [með Portog City]. Það er mikið fyrir mig. Ég var að spila nær vítateignum hjá mótherjunum og þá næ ég að komast oftar í færi til að skora. En ég er að reyna að bæta mig líka á þessari leiktíð því ég fæ oft mikið pláss til að skjóta þegar mótherjarnir eru í sínum teig. Í dag skaut ég og boltinn fór inn, og ég verð að bæta þetta áfram,“ sagði González.

Hjörvar sagði að nú hlyti Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, að fara að hafa samband en González lét eins og hann væri ekkert að stressa sig á því að fá sinn fyrsta A-landsleik:

„Ég er glaður. Mér gengur mjög vel. Það er ekki markmið í sjálfu sér [að fá sæti í landsliðinu]. Ef það gerist þá verður það frábært en markmiðið mitt er að standa mig sem best hér,“ sagði González áður en Hjörvar sagði að það kæmi klárlega að því einhvern tímann að hann yrði valinn í spænska landsliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×