Enski boltinn

„Al­gjört bull“ eða „rétt á­kvörðun“?

Sindri Sverrisson skrifar
Það hefði mögulega getað haft mikil áhrif á leik Manchester City og Liverpool í gær ef mark Virgils van Dijk hefði fengið að standa.
Það hefði mögulega getað haft mikil áhrif á leik Manchester City og Liverpool í gær ef mark Virgils van Dijk hefði fengið að standa. Getty/Michael Regan

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur.

Myndband af markinu sem dæmt var af Virgil van Dijk, sem og markinu sem Manchester United skoraði gegn Nottingham Forest og Sunderland gegn Chelsea, voru sýnd í Messunni í gær. Umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Sunnudagsmessan - Mark dæmt af Liverpool

„Aðalmunurinn þarna er að hvorugur markmannanna er að biðja um eitthvað. Ég held að það spili rosalega mikinn þátt í þessu. Sjáið hvað Donnarumma er rosalega snöggur að kveikja á þessu og kvarta yfir þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason um mark Van Dijk.

„En þetta er algjört bull, þessi niðurstaða að taka markið af. Hann hefur engin áhrif. Donnarumma er búinn að taka skrefið í hina áttina og er aldrei að fara að verja þetta, hvort sem Robertson er þarna eða ekki. Mér finnst þetta pirrandi bullákvörðun,“ sagði Albert.

Bjarni Guðjónsson var ekki á sama máli.

„Það sem vantar þarna er línan. Að línan sé skýr fyrir okkur sem erum að horfa á leikinn. Má boltinn fara yfir hausinn á honum eða má hoppa yfir boltann?

Ég held að þetta sé rétt ákvörðun. Þegar þú þarft að beygja þig og boltinn fer yfir þig, þá hefur þú áhrif á það sem er að gerast. Það breytir því þá ekki hversu rangar hinar ákvarðanirnar eru. En ef þetta var ekki rétt ákvörðun þá gæti þetta hafa verið stórt móment. Ég held að þetta hafi verið rétt,“ sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×