Enski boltinn

Liverpool kvartar í dómarasamtökunum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þjálfarinn Arne Slot var afar óánægður með að markið skyldi ekki standa.
Þjálfarinn Arne Slot var afar óánægður með að markið skyldi ekki standa. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Liverpool hefur sett sig í samband við PGMOL dómarasamtökin á Englandi til að lýsa yfir óánægju sinni með að mark Virgils van Dijk hafi ekki fengið að standa í leiknum gegn Manchester City í gær.

Liverpool sættir sig við niðurstöðu leiksins en vildi koma vandlætingu á framfæri.

Markið sem um ræðir skoraði Virgil van Dijk en það var tekið af vegna þess að Andy Robertson, sem var rangstæður, þótti byrgja sýn markmannsins Gianluigi Donnarumma, og þar með hafa áhrif á leikinn úr sinni röngu stöðu.

Eftir að hafa skoðað markið í endursýningu frá öllum mögulegum sjónarhornum getur Liverpool ekki unað við þá niðurstöðu og telur reglur leiksins skýrar, en Andy Robertson hafi ekki brotið þær. Hann hafi ekki staðið í sjónlínu Donnarumma og þar með ekki haft nein áhrif á leikinn.

Enn fremur furðar Liverpool sig á því að VAR dómari leiksins, Michael Oliver, hafi ekki látið markið standa. Félagið er þeirrar skoðunar að ef VAR dómarinn hefði tekið málið almennilega til skoðunar og beitt reglubundnu hlutverki sínu hefði niðurstaðan orðið önnur.

Þessum kvörtunum hefur verið komið áleiðis til Howards Webb, formanns dómarasamtakanna, en eins og fyrr segir sættir Liverpool sig við niðurstöðu leiksins, samkvæmt BBC og The Athletic sem fjölluðu um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×