Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 20:01 Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru atvinnudansarar og dansinn er í blóðinu. Aðsend „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Það gladdi hana alltaf þegar við tókum sporin með henni,“ segja atvinnudansararnir og bræðurnir Björn Dagur og Rúnar Bjarnasynir Björn og Rúnar hafa báðir vakið athygli í danssenunni og komið fram í ýmsum stórum verkefnum. Nú eru þeir báðir með hlutverk í stórsöngleiknum Moulin Rouge á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og segja mjög skemmtilegt að geta grínast svolítið sín á milli á sýningum. Rúnar og Björn Dagur fara báðir með hlutverk í Moulin Rouge.Íris Dögg Byrjuðu þriggja ára í samkvæmisdansi Strákarnir byrjuðu báðir að dansa á svipuðum tíma og þeir lærðu að ganga. „Við byrjuðum svo báðir um þriggja ára aldur í samkvæmisdansi og höfum farið mjög sambærilegar leiðir í dansinum,“ segja þessir lífsglöðu bræður sem báðir fengu hlutverk í sýningunni Billy Elliot árið 2015. Björn Dagur tók þátt í Mamma Mia sýningunni í Borgarleikhúsinu.Aðsend Eftir að þeirri sýningu lauk fóru bræðurnir í sitt hvora áttina, Rúnar til Bretlands í nám á meðan Björn hélt áfram að dansa á stóra sviðinu í söngleiknum Mamma mia. „Ári seinna fer ég svo í söngleikjanám í London,“ segir Björn brosandi. Fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ Bræðurnir hafa sannarlega blómstrað í dansinum en segjast lítið hafa þurft að rífast yfir verkefni. „Það hefur í rauninni ekki verið mikil samkeppni okkar á milli. Við vinnum mjög mikið saman og hjálpum hvor öðrum. Við erum sömuleiðis mjög oft fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ sem er gaman.“ Björn Dagur tilbúinn á svið.Aðsend Þeir vinna mjög vel saman. „Við sækjum innblástur og hvatningu til hvors annars og þá sérstaklega þegar við erum að semja dansa. Við þurfum alltaf að fá hvorn annan til að samþykja og taka svona „final look“ á dansinn eða verkefnið.“ Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru framúrskarandi dansarar.Aðsend Grínast saman á sviðinu Moulin Rouge hefur fengið frábæra dóma og virðist gleðin vera í fyrirrúmi bæði hjá gestum og leikurum. „Við skemmtum okkur mjög vel í Moulin Rouge og skemmtilegast er að tala saman á sviðinu þegar senur eru í gangi. Fólk heldur að við séum að leika en við erum bara að rugla í hvor öðrum með brandara sem flestum myndi ekki finnast fyndnir. Við vorum líka settir í saman í búningsherbergi svo fólk vissi hvar það hefði okkur,“ segja þeir kímnir. „Ég veit að hinum strákunum finnst mjög gaman að fylgjast með okkur tala og rökræða um spor og talningar. Það lítur oft út eins og við séum að rífast og hvorugur okkar gefur eftir,“ bætir Rúnar við brosandi en bræðurnir eru miklir vinir. Flottir og samstíga bræður.Instagram Dansinn er í genunum og dansgleðin kemur frá ömmu þeirra. „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Hún var alltaf að taka þátt í dönsum og dansleikjum og dró afa með sér. Þegar við vorum litlir hefði amma aldrei búist við því að við myndum svo vinna við dansinn í framtíðinni en það gladdi hana alltaf þegar við komum í heimsókn og tókum sporin með henni,“ segja bræðurnir brosandi að lokum. Dans Leikhús Sýningar á Íslandi Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Björn og Rúnar hafa báðir vakið athygli í danssenunni og komið fram í ýmsum stórum verkefnum. Nú eru þeir báðir með hlutverk í stórsöngleiknum Moulin Rouge á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og segja mjög skemmtilegt að geta grínast svolítið sín á milli á sýningum. Rúnar og Björn Dagur fara báðir með hlutverk í Moulin Rouge.Íris Dögg Byrjuðu þriggja ára í samkvæmisdansi Strákarnir byrjuðu báðir að dansa á svipuðum tíma og þeir lærðu að ganga. „Við byrjuðum svo báðir um þriggja ára aldur í samkvæmisdansi og höfum farið mjög sambærilegar leiðir í dansinum,“ segja þessir lífsglöðu bræður sem báðir fengu hlutverk í sýningunni Billy Elliot árið 2015. Björn Dagur tók þátt í Mamma Mia sýningunni í Borgarleikhúsinu.Aðsend Eftir að þeirri sýningu lauk fóru bræðurnir í sitt hvora áttina, Rúnar til Bretlands í nám á meðan Björn hélt áfram að dansa á stóra sviðinu í söngleiknum Mamma mia. „Ári seinna fer ég svo í söngleikjanám í London,“ segir Björn brosandi. Fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ Bræðurnir hafa sannarlega blómstrað í dansinum en segjast lítið hafa þurft að rífast yfir verkefni. „Það hefur í rauninni ekki verið mikil samkeppni okkar á milli. Við vinnum mjög mikið saman og hjálpum hvor öðrum. Við erum sömuleiðis mjög oft fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ sem er gaman.“ Björn Dagur tilbúinn á svið.Aðsend Þeir vinna mjög vel saman. „Við sækjum innblástur og hvatningu til hvors annars og þá sérstaklega þegar við erum að semja dansa. Við þurfum alltaf að fá hvorn annan til að samþykja og taka svona „final look“ á dansinn eða verkefnið.“ Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru framúrskarandi dansarar.Aðsend Grínast saman á sviðinu Moulin Rouge hefur fengið frábæra dóma og virðist gleðin vera í fyrirrúmi bæði hjá gestum og leikurum. „Við skemmtum okkur mjög vel í Moulin Rouge og skemmtilegast er að tala saman á sviðinu þegar senur eru í gangi. Fólk heldur að við séum að leika en við erum bara að rugla í hvor öðrum með brandara sem flestum myndi ekki finnast fyndnir. Við vorum líka settir í saman í búningsherbergi svo fólk vissi hvar það hefði okkur,“ segja þeir kímnir. „Ég veit að hinum strákunum finnst mjög gaman að fylgjast með okkur tala og rökræða um spor og talningar. Það lítur oft út eins og við séum að rífast og hvorugur okkar gefur eftir,“ bætir Rúnar við brosandi en bræðurnir eru miklir vinir. Flottir og samstíga bræður.Instagram Dansinn er í genunum og dansgleðin kemur frá ömmu þeirra. „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Hún var alltaf að taka þátt í dönsum og dansleikjum og dró afa með sér. Þegar við vorum litlir hefði amma aldrei búist við því að við myndum svo vinna við dansinn í framtíðinni en það gladdi hana alltaf þegar við komum í heimsókn og tókum sporin með henni,“ segja bræðurnir brosandi að lokum.
Dans Leikhús Sýningar á Íslandi Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira