Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 20:01 Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru atvinnudansarar og dansinn er í blóðinu. Aðsend „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Það gladdi hana alltaf þegar við tókum sporin með henni,“ segja atvinnudansararnir og bræðurnir Björn Dagur og Rúnar Bjarnasynir Björn og Rúnar hafa báðir vakið athygli í danssenunni og komið fram í ýmsum stórum verkefnum. Nú eru þeir báðir með hlutverk í stórsöngleiknum Moulin Rouge á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og segja mjög skemmtilegt að geta grínast svolítið sín á milli á sýningum. Rúnar og Björn Dagur fara báðir með hlutverk í Moulin Rouge.Íris Dögg Byrjuðu þriggja ára í samkvæmisdansi Strákarnir byrjuðu báðir að dansa á svipuðum tíma og þeir lærðu að ganga. „Við byrjuðum svo báðir um þriggja ára aldur í samkvæmisdansi og höfum farið mjög sambærilegar leiðir í dansinum,“ segja þessir lífsglöðu bræður sem báðir fengu hlutverk í sýningunni Billy Elliot árið 2015. Björn Dagur tók þátt í Mamma Mia sýningunni í Borgarleikhúsinu.Aðsend Eftir að þeirri sýningu lauk fóru bræðurnir í sitt hvora áttina, Rúnar til Bretlands í nám á meðan Björn hélt áfram að dansa á stóra sviðinu í söngleiknum Mamma mia. „Ári seinna fer ég svo í söngleikjanám í London,“ segir Björn brosandi. Fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ Bræðurnir hafa sannarlega blómstrað í dansinum en segjast lítið hafa þurft að rífast yfir verkefni. „Það hefur í rauninni ekki verið mikil samkeppni okkar á milli. Við vinnum mjög mikið saman og hjálpum hvor öðrum. Við erum sömuleiðis mjög oft fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ sem er gaman.“ Björn Dagur tilbúinn á svið.Aðsend Þeir vinna mjög vel saman. „Við sækjum innblástur og hvatningu til hvors annars og þá sérstaklega þegar við erum að semja dansa. Við þurfum alltaf að fá hvorn annan til að samþykja og taka svona „final look“ á dansinn eða verkefnið.“ Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru framúrskarandi dansarar.Aðsend Grínast saman á sviðinu Moulin Rouge hefur fengið frábæra dóma og virðist gleðin vera í fyrirrúmi bæði hjá gestum og leikurum. „Við skemmtum okkur mjög vel í Moulin Rouge og skemmtilegast er að tala saman á sviðinu þegar senur eru í gangi. Fólk heldur að við séum að leika en við erum bara að rugla í hvor öðrum með brandara sem flestum myndi ekki finnast fyndnir. Við vorum líka settir í saman í búningsherbergi svo fólk vissi hvar það hefði okkur,“ segja þeir kímnir. „Ég veit að hinum strákunum finnst mjög gaman að fylgjast með okkur tala og rökræða um spor og talningar. Það lítur oft út eins og við séum að rífast og hvorugur okkar gefur eftir,“ bætir Rúnar við brosandi en bræðurnir eru miklir vinir. Flottir og samstíga bræður.Instagram Dansinn er í genunum og dansgleðin kemur frá ömmu þeirra. „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Hún var alltaf að taka þátt í dönsum og dansleikjum og dró afa með sér. Þegar við vorum litlir hefði amma aldrei búist við því að við myndum svo vinna við dansinn í framtíðinni en það gladdi hana alltaf þegar við komum í heimsókn og tókum sporin með henni,“ segja bræðurnir brosandi að lokum. Dans Leikhús Sýningar á Íslandi Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Björn og Rúnar hafa báðir vakið athygli í danssenunni og komið fram í ýmsum stórum verkefnum. Nú eru þeir báðir með hlutverk í stórsöngleiknum Moulin Rouge á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og segja mjög skemmtilegt að geta grínast svolítið sín á milli á sýningum. Rúnar og Björn Dagur fara báðir með hlutverk í Moulin Rouge.Íris Dögg Byrjuðu þriggja ára í samkvæmisdansi Strákarnir byrjuðu báðir að dansa á svipuðum tíma og þeir lærðu að ganga. „Við byrjuðum svo báðir um þriggja ára aldur í samkvæmisdansi og höfum farið mjög sambærilegar leiðir í dansinum,“ segja þessir lífsglöðu bræður sem báðir fengu hlutverk í sýningunni Billy Elliot árið 2015. Björn Dagur tók þátt í Mamma Mia sýningunni í Borgarleikhúsinu.Aðsend Eftir að þeirri sýningu lauk fóru bræðurnir í sitt hvora áttina, Rúnar til Bretlands í nám á meðan Björn hélt áfram að dansa á stóra sviðinu í söngleiknum Mamma mia. „Ári seinna fer ég svo í söngleikjanám í London,“ segir Björn brosandi. Fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ Bræðurnir hafa sannarlega blómstrað í dansinum en segjast lítið hafa þurft að rífast yfir verkefni. „Það hefur í rauninni ekki verið mikil samkeppni okkar á milli. Við vinnum mjög mikið saman og hjálpum hvor öðrum. Við erum sömuleiðis mjög oft fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ sem er gaman.“ Björn Dagur tilbúinn á svið.Aðsend Þeir vinna mjög vel saman. „Við sækjum innblástur og hvatningu til hvors annars og þá sérstaklega þegar við erum að semja dansa. Við þurfum alltaf að fá hvorn annan til að samþykja og taka svona „final look“ á dansinn eða verkefnið.“ Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru framúrskarandi dansarar.Aðsend Grínast saman á sviðinu Moulin Rouge hefur fengið frábæra dóma og virðist gleðin vera í fyrirrúmi bæði hjá gestum og leikurum. „Við skemmtum okkur mjög vel í Moulin Rouge og skemmtilegast er að tala saman á sviðinu þegar senur eru í gangi. Fólk heldur að við séum að leika en við erum bara að rugla í hvor öðrum með brandara sem flestum myndi ekki finnast fyndnir. Við vorum líka settir í saman í búningsherbergi svo fólk vissi hvar það hefði okkur,“ segja þeir kímnir. „Ég veit að hinum strákunum finnst mjög gaman að fylgjast með okkur tala og rökræða um spor og talningar. Það lítur oft út eins og við séum að rífast og hvorugur okkar gefur eftir,“ bætir Rúnar við brosandi en bræðurnir eru miklir vinir. Flottir og samstíga bræður.Instagram Dansinn er í genunum og dansgleðin kemur frá ömmu þeirra. „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Hún var alltaf að taka þátt í dönsum og dansleikjum og dró afa með sér. Þegar við vorum litlir hefði amma aldrei búist við því að við myndum svo vinna við dansinn í framtíðinni en það gladdi hana alltaf þegar við komum í heimsókn og tókum sporin með henni,“ segja bræðurnir brosandi að lokum.
Dans Leikhús Sýningar á Íslandi Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira