„Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 12:01 Þýska landsliðskonan Giulia Gwinn meiddist á hné á Evrópumótinu í Sviss síðasta sumar. Getty/Sebastian Christoph Gollnow Keira Walsh, lykilmaður Evrópumeistaraliðs Englendinga, segir að stjórnendur fótboltans verði að hlusta á leikmennina varðandi áhyggjur út af krossbandameiðslum. Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira