Lífið

Ragn­heiður Guð­finna og Hjörtur að hittast

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnheiður og Hjörtur hafa sést saman undanfarna mánuði.
Ragnheiður og Hjörtur hafa sést saman undanfarna mánuði.

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland, og Hjörtur Bergstað, formaður hestamannafélagsins Fáks og stjórnarformaður Málningar, hafa verið að hittast undanfarna mánuði. 

Sést hefur til þeirra saman víða um borgina sem og í Tungnaréttum í lok septembermánaðar þar sem þau létu vel hvort að öðru.

Ragnheiður Guðfinna var kjörin Ungfrú Ísland árið 2001 og hefur síðan þá verið áberandi í fjölmiðlum. Hún er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði og hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010.

Hjörtur hefur verið mikið í sviðsljósinu í hestasamfélaginu í lengri tíma og var formaður síðasta Landsmóts árið 2024 sem þótti heppnast vel.

Nokkur aldursmunur er á þeim, eða um sextán ár. Hjörtur er fæddur árið 1964 og Ragnheiður 1980 en ástin hefur aldrei spurt um aldur frekar en stétt eða stöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.