Lífið samstarf

Snörp og á­hrifa­mikil bók

Lestrarklefinn
Nýjasta bók Arndísar Þórarinsdóttur er til umfjöllunar í Lestrarklefanum.
Nýjasta bók Arndísar Þórarinsdóttur er til umfjöllunar í Lestrarklefanum.

Rebekka Sif tekur bók Arndísar Þórarinsdóttur, Sólgos fyrir í Lestrarklefanum. Hún hefur þetta að segja um bókina.

Ungmennabókin Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur er mögulega með flottustu kápu jólabókaflóðsins. Hún er allavega sú sem glansar best á, sérstaklega seinni partinn þegar sólin er að setjast.

Arndís fær hér frábæra hugmynd, hvað myndi gerast á Íslandi ef sólgos myndi slá út öllu rafmagni og allar samskiptaleiðir myndu eyðast út? Ég viðurkenni að ég hafði aldrei heyrt um sólgos og yrði bara ánægð ef ég heyrði ekki aftur á það minnst eftir lestur þessarar bókar.

Rebekka Sif fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn

Dystópískar hörmungar

Unnur er í 10. bekk og er að gera sig til fyrir ball þegar rafmagninu slær út. Í fyrstu virðist þetta sakleysislegt en svo líður tíminn og það kemur í ljós að engin leið er að slá því aftur inn. Þá hefst dystópísk frásögn af tilraun Unnar og fjölskyldu hennar að lifa höfmungarnar af. Því þetta eru svo sannarlega hörmungar. Móðir Unnar er stödd í Eistlandi og engin leið er fyrir hana að komast aftur heim, hvað þá að láta vita af sér. Faðir söguhetjunnar fer strax í varnargír og prísar sig sælan að eiga byssur í læstum skáp í bílskúrnum. Nú skiptir allt í einu máli vera sem best settur, hafa bestu vistirnar, klæðnaðinn og lyfin.

Fólk tekur þessu misalvarlega, sumir halda að rafmagnsleysinu ljúki innan skamms og skipta á hlýjum klæðnaði og mat fyrir Apple tölvur, síma og seðla. Sem eru auðvitað vita gangslausir hlutir í þessu ástandi.

Bárátta, ást og ómögulegur veruleiki

Arndís segir söguna blátt áfram, skefur ekki af neinu. Hugsanir Unnar eru í fyrirrúmi, stundum eru þær snarpar og fara úr einu í annað þar sem hún er að reyna að botna í ástandinu. Það sést að ritstíllinn hefur verið sniðinn að hugsunum unglingsins, það eru engar óþarfa lýsingar eða málalengingar. Í fyrstu kom mér þetta á óvart þar sem ég hef líklega lesið hverja einustu bók eftir Arndísi og fannst ég hér sjá nýjan brag yfir skrifunum.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.