Lífið

Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með ein­stöku út­sýni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið stendur á einstökum stað í Eyjum.
Húsið stendur á einstökum stað í Eyjum.

Í síðasta þætti af Gulla Byggi byrjaði Gulli að fylgjast með framkvæmdum í Vestmannaeyjum.

Um er að ræða einbýlishús hátt upp á Heimakletti með útsýni sem varla er hægt að keppa við.

Húsið ber nafnið Suðurgarður en hjónin Guðrún Möller og Ólafur Árnason standa í framkvæmdunum og keyptu þau eignina af móður Ólafs. Langalangaafi hans reisti húsið fyrir áratugum síðan.

Þarna ætla þau hjónin að dvelja yfir sumarmánuðina en verkefnið var umtalsvert stærra en fyrst var gert ráð fyrir eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.