Lífið

„Mig langar að elska þig alla daga, ævi­langt“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Erla og Hálfdán hafa verið saman í hálfan þriðja áratug og eiga fallega fjölskyldu saman.
Erla og Hálfdán hafa verið saman í hálfan þriðja áratug og eiga fallega fjölskyldu saman.

„Minn dásamlegi og fallegi eiginmaður á afmæli í dag – mig langar að elska þig alla daga, ævilangt. Lífið með þér er eitt stórt ævintýri þar sem hver og einn kafli er fullur af spennandi verkefnum, gleði, hlátri, óvæntum augnablikum og ómældri ást.“

Þannig hljómar ástaróður Erlu Björnsdóttur, sálfræðings og doktors í svefnrannsóknum, til eiginmanns hennar, Hálfdáns Steinþórssonar, athafnamanns og fyrrverandi sjónvarpsmanns, sem fagnar 49 ára afmæli í dag.

Erla og Hálfdán eru ansi flott saman.

„Þú ert ótrúlega hugmyndaríkur, duglegur og vinnusamur - alltaf að skapa, byggja og láta drauma rætast. Á sama tíma ertu hlýr, nærandi og stöðugur, með elju og hjarta sem heldur öllu saman. Þú ert mitt skjól, mitt jafnvægi og minn mesti gleðigjafi,“ skrifar Erla í færslunni.

„Takk fyrir að vera þú og takk fyrir að vera samferða mér í gegnum lífið. Takk fyrir allt sem við erum saman. Til hamingju með afmælið, ástin mín♥️“

Erla og Hálfdán kynntust fyrir austan á Neskaupsstað um aldamótin og hafa verið saman síðan. Þau eiga fjóra syni saman og búa í glæsilegu húsi á Hólatorgi í gamla Vesturbænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.