Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Sif Sigmarsdóttir skrifar 4. desember 2025 07:01 Sif Sigmarsdóttir er með vikulega pistla á Vísi. Getty/Sara Rut Ég var á leiðinni í göngutúr í vikunni og vantaði hlaðvarp til að hlusta á. Ég bað ChatGPT um meðmæli. Gervigreindarforritið var ekki lengi að grafa upp hlekki á fimm áhugaverð hlaðvörp um efni sem ég hafði tilgreint, birta um þau útdrátt og tilvitnanir í viðmælendur. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og klæddi mig í skó. Þegar út var komið smellti ég á fyrsta hlekkinn. Hann virkaði ekki. Ég smellti á þann næsta. Hann virkaði ekki heldur. Ég Googlaði heiti hlaðvarpanna. Engar niðurstöður fundust. Í ljós kom að hlaðvörpin voru ekki til í alvörunni. Í blindni Í nýlegu viðtali varaði framkvæmdastjóri Google almenning við því að „treysta gervigreind í blindni“ af því að henni „hætti við villum“. Mæltist hann til þess að fólk aflaði sér upplýsinga úr mörgum áttum í stað þess að reiða sig aðeins á gervigreindartækni. Sundar Pichai yfirmaður hjá GoogleGetty Margir túlkuðu orð tæknifrömuðarins sem áfellisdóm yfir gervigreind. Sé betur að gáð kemur hins vegar í ljós að varnaðarorðin eru þvert á móti áfellisdómur yfir mannlegri greind. Átti að vinna launalaust Fyrir nokkru var ung kona á ónefndum vinnustað í Reykjavík kölluð á fund. Tjáðu yfirmenn henni, að vegna ofgreiddra launa fengi hún ekkert borgað næstu mánuði og yrði því að vinna launalaust. Með tárin í augunum greindi hún kollegum frá hremmingum sínum. Svo vildi til að samstarfskona hafði aðgang að íslensku gervigreindarforriti, sem gefur ráð um lögfræðileg álitamál. Á nokkrum mínútum lá fyrir að vinnuveitandinn stóð lagalega höllum fæti. Starfsfólk, sem hafði þegið laun í góðri trú, hafði yfirleitt betur fyrir dómi í sambærilegum málum. Unga konan fór með upplýsingarnar til yfirmanna sinna, sem sáu sér ekki annað fært en að láta af þeirri kröfu að hún ynni fyrir þá ókeypis. Bjargar mannslífum og útrýmir störfum Málsmetandi fólk keppist nú við að níða skóinn af gervigreind. Í sömu andrá og dómsdagsspámenn segja gáfur hennar svo gríðarlegar að þær hljóti að marka upphaf endaloka mannkyns, slær þeirra innri neytandi í borðið og bölvar því hvað hún sé andskoti léleg. En hvort er hið rétta? Eru gáfur gervigreindar óhugnanlega miklar eða hlægilega litlar? Í frægri Cheerios auglýsingu frá tíunda áratug síðustu aldar var ungur drengur spurður að því hvort honum þætti betra: Venjulegt Cheerios eða Honey Nut Cheerios. Sagði drengurinn að sér þætti bæði betra. Svarið er það sama í tilfelli gervigreindar: Bæði. Á sama tíma og gervigreind bjargar mannslífum vegna hraðra framfara á sviði læknisfræði útrýmir hún störfum. Hún ælir úr sér ofskynjunum um skemmtileg hlaðvörp jöfnum fetum sem hún gefur áreiðanleg lögfræðiráð, sem bjarga starfsfólki undan yfirgangssömum atvinnurekenda. Af viðbrögðum við gervigreind mætti ætla að tæknin væri fyrsta uppgötvun mannsins frá því að loðinn hellisbúi slysaðist til að kveikja eld í fyrsta skiptið. Saga vísindanna sýnir hins vegar að, hvort sem um ræðir eldinn eða uppfinningu rafmagns, má alltaf treysta einu: Þar sem er ljós, þar er skuggi. Maður með hamar Síðasta sumar birtist listi í bandaríska dagblaðinu Chicago Sun-Times yfir bækur sem mælt var með að fólk læsi í sumarfríinu. Reyndist stór hluti listans hins vegar uppspuni. Blaðamaður sem skrifaður var fyrir fréttinni viðurkenndi að hafa látið gervigreind taka saman bækurnar fyrir sig í blindni. „Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll,“ kvað í fyrirsögn aðsendrar greinar sem birtist á Vísi nýverið. Ef einstök léleg leitarniðurstaða þykir sanna almennt gagnsleysi gervigreindar má með sömu rökum halda því fram að óreiða eftir mann, sem gekk berserksgang með hamar í glermunadeild búsáhaldaverslunar, teldist sem rök gegn notkun hamra. Gervigreind er hvorki góð né slæm. Hún er einfaldlega verkfæri. Og líkt og með önnur verkfæri þarf að munda hana af kunnáttu. Auðvitað eigum við ekki að „treysta gervigreind í blindni“. Hvort sem við mundum hamar, gerum útreikninga í Excel eða keyrum kranabíl verðum við að nota hyggjuvitið. Það að forstjóri Google skuli þurfa að brýna það fyrir okkur vekur upp spurningu um hvort mikill missir væri að því þótt mannleg greind viki fyrir gervigreind. Samhengið Gervigreindarforritið ChatGPT varð þriggja ára síðastliðinn sunnudag. Háværar raddir vara nú við því að gervigreind sé bóla við það að springa. Orðrómurinn hefur þó ekki haft tiltakanleg áhrif á gengi hlutabréfa tæknifyrirtækja, sem hafa hækkað mikið undanfarin misseri. Kvað einn sérfræðingur áframhaldandi hækkanir skýrast af FOMO – „fear of missing out“ – en fjárfestum finnist þeir vera að missa af einhverju taki þeir ekki þátt. Seðlabanki Englands varaði við því á þriðjudag að bandarískt hlutabréfaverð nálgaðist nú ofmat punktur-com-bólu-áranna vegna gervigreindaræðisins. Haft er eftir Bill Gates að „við ofmetum alltaf hversu miklar breytingar munu eiga sér stað á næstu tveimur árum og vanmetum alltaf breytingarnar sem munu eiga sér stað á næstu tíu.“ Má vera að tæknibólur sem springa séu leiðrétting á þessu upphaflega ofmati? Til lengri tíma reyndist internetið sannarlega engin stundardella. Samhengið með Sif Tengdar fréttir Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar. 18. nóvember 2025 10:45 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Sjá meira
Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og klæddi mig í skó. Þegar út var komið smellti ég á fyrsta hlekkinn. Hann virkaði ekki. Ég smellti á þann næsta. Hann virkaði ekki heldur. Ég Googlaði heiti hlaðvarpanna. Engar niðurstöður fundust. Í ljós kom að hlaðvörpin voru ekki til í alvörunni. Í blindni Í nýlegu viðtali varaði framkvæmdastjóri Google almenning við því að „treysta gervigreind í blindni“ af því að henni „hætti við villum“. Mæltist hann til þess að fólk aflaði sér upplýsinga úr mörgum áttum í stað þess að reiða sig aðeins á gervigreindartækni. Sundar Pichai yfirmaður hjá GoogleGetty Margir túlkuðu orð tæknifrömuðarins sem áfellisdóm yfir gervigreind. Sé betur að gáð kemur hins vegar í ljós að varnaðarorðin eru þvert á móti áfellisdómur yfir mannlegri greind. Átti að vinna launalaust Fyrir nokkru var ung kona á ónefndum vinnustað í Reykjavík kölluð á fund. Tjáðu yfirmenn henni, að vegna ofgreiddra launa fengi hún ekkert borgað næstu mánuði og yrði því að vinna launalaust. Með tárin í augunum greindi hún kollegum frá hremmingum sínum. Svo vildi til að samstarfskona hafði aðgang að íslensku gervigreindarforriti, sem gefur ráð um lögfræðileg álitamál. Á nokkrum mínútum lá fyrir að vinnuveitandinn stóð lagalega höllum fæti. Starfsfólk, sem hafði þegið laun í góðri trú, hafði yfirleitt betur fyrir dómi í sambærilegum málum. Unga konan fór með upplýsingarnar til yfirmanna sinna, sem sáu sér ekki annað fært en að láta af þeirri kröfu að hún ynni fyrir þá ókeypis. Bjargar mannslífum og útrýmir störfum Málsmetandi fólk keppist nú við að níða skóinn af gervigreind. Í sömu andrá og dómsdagsspámenn segja gáfur hennar svo gríðarlegar að þær hljóti að marka upphaf endaloka mannkyns, slær þeirra innri neytandi í borðið og bölvar því hvað hún sé andskoti léleg. En hvort er hið rétta? Eru gáfur gervigreindar óhugnanlega miklar eða hlægilega litlar? Í frægri Cheerios auglýsingu frá tíunda áratug síðustu aldar var ungur drengur spurður að því hvort honum þætti betra: Venjulegt Cheerios eða Honey Nut Cheerios. Sagði drengurinn að sér þætti bæði betra. Svarið er það sama í tilfelli gervigreindar: Bæði. Á sama tíma og gervigreind bjargar mannslífum vegna hraðra framfara á sviði læknisfræði útrýmir hún störfum. Hún ælir úr sér ofskynjunum um skemmtileg hlaðvörp jöfnum fetum sem hún gefur áreiðanleg lögfræðiráð, sem bjarga starfsfólki undan yfirgangssömum atvinnurekenda. Af viðbrögðum við gervigreind mætti ætla að tæknin væri fyrsta uppgötvun mannsins frá því að loðinn hellisbúi slysaðist til að kveikja eld í fyrsta skiptið. Saga vísindanna sýnir hins vegar að, hvort sem um ræðir eldinn eða uppfinningu rafmagns, má alltaf treysta einu: Þar sem er ljós, þar er skuggi. Maður með hamar Síðasta sumar birtist listi í bandaríska dagblaðinu Chicago Sun-Times yfir bækur sem mælt var með að fólk læsi í sumarfríinu. Reyndist stór hluti listans hins vegar uppspuni. Blaðamaður sem skrifaður var fyrir fréttinni viðurkenndi að hafa látið gervigreind taka saman bækurnar fyrir sig í blindni. „Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll,“ kvað í fyrirsögn aðsendrar greinar sem birtist á Vísi nýverið. Ef einstök léleg leitarniðurstaða þykir sanna almennt gagnsleysi gervigreindar má með sömu rökum halda því fram að óreiða eftir mann, sem gekk berserksgang með hamar í glermunadeild búsáhaldaverslunar, teldist sem rök gegn notkun hamra. Gervigreind er hvorki góð né slæm. Hún er einfaldlega verkfæri. Og líkt og með önnur verkfæri þarf að munda hana af kunnáttu. Auðvitað eigum við ekki að „treysta gervigreind í blindni“. Hvort sem við mundum hamar, gerum útreikninga í Excel eða keyrum kranabíl verðum við að nota hyggjuvitið. Það að forstjóri Google skuli þurfa að brýna það fyrir okkur vekur upp spurningu um hvort mikill missir væri að því þótt mannleg greind viki fyrir gervigreind. Samhengið Gervigreindarforritið ChatGPT varð þriggja ára síðastliðinn sunnudag. Háværar raddir vara nú við því að gervigreind sé bóla við það að springa. Orðrómurinn hefur þó ekki haft tiltakanleg áhrif á gengi hlutabréfa tæknifyrirtækja, sem hafa hækkað mikið undanfarin misseri. Kvað einn sérfræðingur áframhaldandi hækkanir skýrast af FOMO – „fear of missing out“ – en fjárfestum finnist þeir vera að missa af einhverju taki þeir ekki þátt. Seðlabanki Englands varaði við því á þriðjudag að bandarískt hlutabréfaverð nálgaðist nú ofmat punktur-com-bólu-áranna vegna gervigreindaræðisins. Haft er eftir Bill Gates að „við ofmetum alltaf hversu miklar breytingar munu eiga sér stað á næstu tveimur árum og vanmetum alltaf breytingarnar sem munu eiga sér stað á næstu tíu.“ Má vera að tæknibólur sem springa séu leiðrétting á þessu upphaflega ofmati? Til lengri tíma reyndist internetið sannarlega engin stundardella.
Samhengið Gervigreindarforritið ChatGPT varð þriggja ára síðastliðinn sunnudag. Háværar raddir vara nú við því að gervigreind sé bóla við það að springa. Orðrómurinn hefur þó ekki haft tiltakanleg áhrif á gengi hlutabréfa tæknifyrirtækja, sem hafa hækkað mikið undanfarin misseri. Kvað einn sérfræðingur áframhaldandi hækkanir skýrast af FOMO – „fear of missing out“ – en fjárfestum finnist þeir vera að missa af einhverju taki þeir ekki þátt. Seðlabanki Englands varaði við því á þriðjudag að bandarískt hlutabréfaverð nálgaðist nú ofmat punktur-com-bólu-áranna vegna gervigreindaræðisins. Haft er eftir Bill Gates að „við ofmetum alltaf hversu miklar breytingar munu eiga sér stað á næstu tveimur árum og vanmetum alltaf breytingarnar sem munu eiga sér stað á næstu tíu.“ Má vera að tæknibólur sem springa séu leiðrétting á þessu upphaflega ofmati? Til lengri tíma reyndist internetið sannarlega engin stundardella.
Samhengið með Sif Tengdar fréttir Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar. 18. nóvember 2025 10:45 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Sjá meira
Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar. 18. nóvember 2025 10:45