Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2025 15:13 Tæknimenn í hlífðarbúningum að störfum eftir taugaeiturstilræði í Salisbury á Englandi árið 2018. AP/Frank Augstein Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar. Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar.
Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira