Lífið

Tommi Stein­dórs og Hrafn­hildur trú­lofuð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Tommi greindi frá gleðifréttunum í hringrás sinni.
Tommi greindi frá gleðifréttunum í hringrás sinni. Tómas Steindórsson

Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, betur þekktur sem Tommi Steindórs, og sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir eru trúlofuð.

Tommi greindi frá þessu í hringrás sinni á Instagram. Þar birti hann mynd af þeim tilvonandi hjónum þar sem Hrafnhildur stærir sig af trúlofunarhringnum.

Við myndina skrifaði Tommi: „HÚN SAGÐI JÁ!!!!“

Tommi og Hrafnhildur hafa verið saman síðan snemma árs 2023 þegar sást til þeirra saman í afmælisveislu Egils Egilssonar. Tómas starfar sem útvarpsmaður á X977 og stjórnar þáttunum Tommi Steindórs.

Hrafnhildur hefur unnið til margra verðlauna sem afrekskona í sundi víðs vegar um heiminn og hafnaði meðal annars í sjötta sæti í úrslitum í hundrað metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiró árið 2016. Hún hefur nokkrum sinnum verið valin íþróttakona Hafnarfjarðar og hafnaði í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann ársins árið 2017.

Hún er systir tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar, betur þekkts sem Auður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.