„Ekki gleyma mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 12:31 Son Heung-min var hálfklökkur þegar hann kvaddi stuðningsmenn Tottenham formlega í gærkvöldi. Getty/Julian Finney Það var sérstakur heiðursgestur á leik Tottenham og Slavia Prag á Tottenham-leikvanginum í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Son Heung-Min fékk þá loksins tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Tottenham og bað þá um að gleyma ekki tíma sínum hjá Lundúnafélaginu. Suðurkóreska stjarnan yfirgaf enska félagið nokkuð skyndilega í ágúst og lauk þar með áratugalangri dvöl sinni hjá Spurs til að ganga til liðs við Los Angeles FC í Bandaríkjunum. Son, sem var um tíma fyrirliði Tottenham, var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Lundúnaliðsins og sneri aftur til Norður-Lundúna til að kveðja formlega. Hann fór inn á völlinn fyrir upphafsspark leiksins og ávarpaði stuðningsmenn. „Ég vona að þið hafið ekki gleymt mér. Ekki gleyma mér. Ég mun alltaf vera Spurs-maður og ég mun alltaf vera með ykkur,“ sagði Son Heung-Min. Son fékk afhentan minningargrip af fyrrverandi varnarmanni Tottenham, Ledley King, áður en hann horfði á fyrrum lið sitt sigra Slavia Prag með mörkum úr vítaspyrnum frá Mohammed Kudus og Xavi Simons í seinni hálfleik. Heung-min Son: "I hope you guys haven't forgotten me. "It's been an amazing, incredible 10 years. I just wanted to say thank you, I will always be Spurs, and always with you." "This will always be my home. I will never forget you." pic.twitter.com/TuCz3UXqHZ— The Spurs Web (@thespursweb) December 9, 2025 „Það var gott að sjá hann. Ég hitti hann aðallega strax eftir leikinn hérna,“ sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham. „Ég er ánægður með móttökurnar, verðskuldaðar móttökur sem hann fékk, goðsögn hjá Tottenham, sönn Tottenham-goðsögn sem snýr aftur heim. Þannig að ég var mjög ánægður, það var gott að sjá hann. Hann virðist ánægður og hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Frank. Fyrr um þriðjudaginn áritaði Son veggmynd sem hafði verið lokið við fyrir endurkomu hans til Norður-Lundúna. Listaverkið er á Tottenham High Street og þar er hann að lyfta bikar Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Þetta er eini titillinn sem hann vann með félaginu. Son Heung-min is back at Tottenham Hotspur for his farewell after his mural was unveiled earlier today 🥹⚪️ pic.twitter.com/HbEWNb5Z9R— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Son Heung-Min fékk þá loksins tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Tottenham og bað þá um að gleyma ekki tíma sínum hjá Lundúnafélaginu. Suðurkóreska stjarnan yfirgaf enska félagið nokkuð skyndilega í ágúst og lauk þar með áratugalangri dvöl sinni hjá Spurs til að ganga til liðs við Los Angeles FC í Bandaríkjunum. Son, sem var um tíma fyrirliði Tottenham, var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Lundúnaliðsins og sneri aftur til Norður-Lundúna til að kveðja formlega. Hann fór inn á völlinn fyrir upphafsspark leiksins og ávarpaði stuðningsmenn. „Ég vona að þið hafið ekki gleymt mér. Ekki gleyma mér. Ég mun alltaf vera Spurs-maður og ég mun alltaf vera með ykkur,“ sagði Son Heung-Min. Son fékk afhentan minningargrip af fyrrverandi varnarmanni Tottenham, Ledley King, áður en hann horfði á fyrrum lið sitt sigra Slavia Prag með mörkum úr vítaspyrnum frá Mohammed Kudus og Xavi Simons í seinni hálfleik. Heung-min Son: "I hope you guys haven't forgotten me. "It's been an amazing, incredible 10 years. I just wanted to say thank you, I will always be Spurs, and always with you." "This will always be my home. I will never forget you." pic.twitter.com/TuCz3UXqHZ— The Spurs Web (@thespursweb) December 9, 2025 „Það var gott að sjá hann. Ég hitti hann aðallega strax eftir leikinn hérna,“ sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham. „Ég er ánægður með móttökurnar, verðskuldaðar móttökur sem hann fékk, goðsögn hjá Tottenham, sönn Tottenham-goðsögn sem snýr aftur heim. Þannig að ég var mjög ánægður, það var gott að sjá hann. Hann virðist ánægður og hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Frank. Fyrr um þriðjudaginn áritaði Son veggmynd sem hafði verið lokið við fyrir endurkomu hans til Norður-Lundúna. Listaverkið er á Tottenham High Street og þar er hann að lyfta bikar Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Þetta er eini titillinn sem hann vann með félaginu. Son Heung-min is back at Tottenham Hotspur for his farewell after his mural was unveiled earlier today 🥹⚪️ pic.twitter.com/HbEWNb5Z9R— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira