Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. desember 2025 15:35 Menningarvitar Íslands, Jakob Bjarnar Grétarsson og Kolbrún Bergþórsdóttir, mættu til Símons „grimma“ Birgissonar á Menningarvaktinni. Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma? Þessar spurningar voru teknar fyrir í fimmta þætti Menningarvaktarinnar sem var tileinkaður jólabókaflóðinu. Símon Birgisson fékk í þetta sinn til sín Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamann á Morgunblaðinu og bókmenntagagnrýnanda; Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamann Vísis, og Val Grettisson, rithöfund og blaðamann á Heimildinni. Farið var um víðan völl, rætt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, breytingar á íslenskri bókaútgáfu, metsölulista og hvaða bækur hafa komið á óvart og hverjar valdið vonbrigðum. Svo var því kastað fram hvort þriggja áratuga vera Arnalds Indriðasonar á toppnum væri mögulega á enda. Þátturinn hófst hins vegar á umræðu um ákvörðun Ríkisútvarpsins að taka ekki þátt í Eurovision sem fer fram í Vínarborg í Austurríki á næsta ári. Kobbi og Kolla höfðu sterkar skoðanir á þeirri ákvörðun. Fegin frelsinu undan Eurovision en harðorð í garð Rúv „Þetta eru mjög margslungnar tilfinningar sem að togast á í manni með þetta mál. Einhvern veginn finnst manni tilefnið svo hjákátlegt en það er svo mikið undir - það eru bestu málin,“ sagði Jakob Bjarnar. „Sem gamall leðurjakkatöffari úr Hafnarfirði lengi vel, þá þótti mér nú ekki mikið til þess koma. En svo þegar ég fór að eignast börn þá mildaðist maður gagnvart þessu fyrirbæri sem slíku og fór að fylgjast með þessu. Þetta er auðvitað ekki list, þetta er niðursoðið inn í ákveðið format og þarf að vera ákveðið langt,“ bætti hann við. Vera Íslands í keppninni hefði sömuleiðis verið hálfgerð þrautaganga. Kolbrún tók undir það og sagðist fegin að losna við keppnina. Henni fannst þó heigulsháttur hjá Rúv að gera það á þennan máta. „Ég fagna því að við skulum ekki taka þátt. Af því að þá er fólk eins og ég laust undan þessu. Þetta er áþján, þjóðin gjörsamlega tryllist. Ef íslenska þjóðin hefur átt sér eitthvað markmið, þá er það að vinna Eurovision. Og það er ekki beint háleitt markmið,“ sagði hún. Þá væri hún í minnihluta þegar kæmi að því að blanda saman listamönnum og pólitískum aðgerðum. Kolbrún Bergþórsdóttir er blaðamaður og skeleggur pistlahöfundur.vísir/Einar „Ég hef þá skoðun að það eigi að láta listamenn í friði, alveg óháð pólitík, stríðum og öðru. Ætlum við að banna rússneskum óperusöngvurum að syngja á Vesturlöndum? Má ísraelskur fiðluleikari ekki leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands? Mér finnst það svo mikill heigulsháttur hjá stjórn Rúv að taka þessa ákvörðun. Þetta er mjög auðveld ákvörðun fyrir þau, en hún er heigulsleg,“ sagði Kolbrún. Jakob bætti við að ef kíkt væri undir húddið þá sæist að Eurovision væri „fyrst og síðast tæki auglýsingadeildar Rúv til að ryksuga hér upp markaðinn“ og á meðan fallist héraðsblöðunum hendur. Símon spurði þá hver áhrifin af ákvörðuninni væru. „Almenningur í Ísrael hlýtur að vera felmtri sleginn og bara í mikilli sorg,“ sagði Kolbrún afar hæðin. „Þetta verður auðvitað bömmer fyrir Eurovision að missa þessa miklu playera, þessa íslensku sendisveit,“ bætti jafnhæðinn Jakob við. „Það er svolítið gráglettið að hugsa til þess að Væb séu okkar síðustu fulltrúar í þessari keppni.“ Firrt bókmenntaverðlaun og hörundsárir listamenn Úr Eurovision færðu þau sig yfir í tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem voru gerðar opinberar í síðustu viku. Kolbrún sagði tilnefningarnar farnar að skipta æ minna máli, þær hefðu oft verið undarlegar síðustu ár og væru „mjög einkennilegar“ þetta árið. Símon benti á að rofið milli bóksölu og tilnefninga væri töluvert. Gríðarvinsæl metsölubók á borð við Orra óstöðvandi væri til dæmis fjarverandi á listanum í ár. Það hlyti að vera áhyggjuefni fyrir útgefendur. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna „Ef þetta rof er að verða algjört milli sölulista og tilnefninga til bókmenntaverðlaunanna, þá hljóta útgefendur að staldra við og velta því fyrir sér til hvers í ósköpunum þeir eru að standa í þessu,“ sagði Jakob. Þremenningarnir tóku snúning á umfjöllun Heimildarinnar um hvar listamenn búa sem hafa fengið úthlutað úr ritlaunasjóði og viðbrögð við þeirri umfjöllun. Beggja vegna borðsins, í borginni og á landsbyggðinni, væru rithöfundar óvenju viðkvæmir fyrir slíkri umfjöllun sem bæði Kollu og Kobba fannst þó marklítil. Símon spurði Kollu síðan hvernig bókajólin í ár væru í samanburði við önnur. „Ég myndi segja að þessi bókajól væru bara þokkaleg, ekkert meira en það. Stundum koma mjög góð ár en þetta er þokkalegt. Það er náttúrulega alveg ljóst að það er gefið út allt of mikið af bókum. Hver á að hafa áhuga á þessu? Svo verður að segjast eins og er, að stjörnugjöf fjölmiðla er nú ekki til að hjálpa. Hún er eiginlega bara dapurleg,“ sagði Kolla. „Það á samt að vera svolítið bit núna í Kiljunni. Þið hafið tekið þær bækur, eins og Franska spítalann núna og fleiri, og talað svolítið hispurslaust. Manni finnst kveða aðeins við beittari tón í umræðunni síðustu misseri,“ sagði Símon. „Ég held líka að sennilega eigi þessi beitti tónn eftir að eflast og þá vil ég nefna sem sagt hérna gagnrýni hérna á Vísi. Það er svo mikill léttir að sjá að einhver hræðilega leiðinleg leiksýning sem maður sá hafi fengið eina stjörnu eða tvær eða bara þrjár,“ sagði Kolla þá. Jakob Bjarnar Grétarsson „Þetta er auðvitað lítið land og listamenn eiga til að hópa sig saman og beina spjótum sínum að gagnrýnendum með alveg ótrúlega miklu miskunnarleysi. Ég þekki marga sem hafa lagt fyrir sig að skrifa gagnrýni, eins og til dæmis Martein Reykal heitinn. Hann skrifaði leikhúsgagnrýni og svo bara sagði hann: „Af hverju ætti ég að vera að standa í þessu?“ Þetta er illa borgað og þú ert kominn með alla listamenn á bakið. Þú þarft að hafa alveg gríðarlega sterk bein til að standa í þessu og skrifa heiðarlega gagnrýni. Þeir spyrja sig aldrei að því af hverju maður er að skrifa svona eins og menn gera, heldur er strámennskan allsráðandi og það er verið að væna menn um illgirni og biturleika,“ sagði Jakob. Arnaldur lifir en Franski spítalinn fær falleinkunn Þremenningarnir tóku síðan aðalmanninn í jólabókaflóðinu síðustu þrjátíu ár, Arnald Indriðason. Símon velti því fyrir sér hvort tími Arnaldar sem konungs flóðsins væri liðinn. Kolbrún sagði svo ekki vera, Arnaldur væri stöðugur og passaði alltaf upp á undirstöðuatriðin. „Svo eru glæpasagnaverðlaun og hver er ekki tilnefndur? Arnaldur Indriðason. Hann er að lenda í því dálítið eins og Gyrðir Elíasson. Hann skrifar glæsilega bók og svo á að tilnefna til íslensku bókmenntaverðlaunanna en þá segja allir: „Nei Gyrðir, hann er nú búinn að fá öll þessi verðlaun. Við þurfum ekkert að tilnefna hann, tökum eitthvað nýtt“,“ sagði Kolla. Arnaldur stóð sig betur í ár en Kata og Ragnar. Símon spurði þau síðan hvaða bækur stæðu upp úr og hverjar hefðu valdið vonbrigðum. Kolbrún nefndi Þú sem ert á jörðu eftir Nínu Ólafsdóttur sem óvæntan smell og Jakob nefndi Lákarímur eftir Bjarka Karlsson þó hann væri sjálfur enginn vísnakarl. Versta bókin sem Kolla las var aftur á móti Franski spítalinn eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. „Ég spyr mig bara: „Hvað voru þau að hugsa?“ Er þetta ofmat á sjálfum sér eða er þetta tímaleysi? Takið ykkur tíma!“ sagði hún um Katrínu og Ragnar. Símon tók undir með Kolbrúnu, sagði stílinn hafa verið einfeldningslegan og bókina hafa verið illa staðsetta í tíma á áttunda áratugnum og staðnum troðið upp á söguna. Hispurslaus ævisaga biskups heitins Vali var skipt inn á fyrir Kollu í seinni hlutanum og var þar byrjað á umfjöllun um ævisögu Karls Sigurbjörnssonar. Handrit bókarinnar fannst í skúffu eftir andlát Karls og fjallar um eitt mesta ólgutímabil í sögu þjóðkirkjunnar. Karl fjallar hispurslaust um erfið mál, straumhvörf innan kirkjunnar og grimma pólitík og segir Valur að þar sé að finna fullt af fréttnæmum málum. Þeir ræddu síðan Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason, Kvöldsónötuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og fleiri bækur til. Valur hafði eins og Kolla sterkar skoðanir á flóðinu, of mikið kæmi út og sumar bækur væru á mörkum þess að vera útgáfuhæfar. En það verður ekki rakið frekar hér, lesendur verða bara að hlusta á þáttinn. Menningarvaktin Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? 28. nóvember 2025 12:25 Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02 Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Þessar spurningar voru teknar fyrir í fimmta þætti Menningarvaktarinnar sem var tileinkaður jólabókaflóðinu. Símon Birgisson fékk í þetta sinn til sín Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamann á Morgunblaðinu og bókmenntagagnrýnanda; Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamann Vísis, og Val Grettisson, rithöfund og blaðamann á Heimildinni. Farið var um víðan völl, rætt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, breytingar á íslenskri bókaútgáfu, metsölulista og hvaða bækur hafa komið á óvart og hverjar valdið vonbrigðum. Svo var því kastað fram hvort þriggja áratuga vera Arnalds Indriðasonar á toppnum væri mögulega á enda. Þátturinn hófst hins vegar á umræðu um ákvörðun Ríkisútvarpsins að taka ekki þátt í Eurovision sem fer fram í Vínarborg í Austurríki á næsta ári. Kobbi og Kolla höfðu sterkar skoðanir á þeirri ákvörðun. Fegin frelsinu undan Eurovision en harðorð í garð Rúv „Þetta eru mjög margslungnar tilfinningar sem að togast á í manni með þetta mál. Einhvern veginn finnst manni tilefnið svo hjákátlegt en það er svo mikið undir - það eru bestu málin,“ sagði Jakob Bjarnar. „Sem gamall leðurjakkatöffari úr Hafnarfirði lengi vel, þá þótti mér nú ekki mikið til þess koma. En svo þegar ég fór að eignast börn þá mildaðist maður gagnvart þessu fyrirbæri sem slíku og fór að fylgjast með þessu. Þetta er auðvitað ekki list, þetta er niðursoðið inn í ákveðið format og þarf að vera ákveðið langt,“ bætti hann við. Vera Íslands í keppninni hefði sömuleiðis verið hálfgerð þrautaganga. Kolbrún tók undir það og sagðist fegin að losna við keppnina. Henni fannst þó heigulsháttur hjá Rúv að gera það á þennan máta. „Ég fagna því að við skulum ekki taka þátt. Af því að þá er fólk eins og ég laust undan þessu. Þetta er áþján, þjóðin gjörsamlega tryllist. Ef íslenska þjóðin hefur átt sér eitthvað markmið, þá er það að vinna Eurovision. Og það er ekki beint háleitt markmið,“ sagði hún. Þá væri hún í minnihluta þegar kæmi að því að blanda saman listamönnum og pólitískum aðgerðum. Kolbrún Bergþórsdóttir er blaðamaður og skeleggur pistlahöfundur.vísir/Einar „Ég hef þá skoðun að það eigi að láta listamenn í friði, alveg óháð pólitík, stríðum og öðru. Ætlum við að banna rússneskum óperusöngvurum að syngja á Vesturlöndum? Má ísraelskur fiðluleikari ekki leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands? Mér finnst það svo mikill heigulsháttur hjá stjórn Rúv að taka þessa ákvörðun. Þetta er mjög auðveld ákvörðun fyrir þau, en hún er heigulsleg,“ sagði Kolbrún. Jakob bætti við að ef kíkt væri undir húddið þá sæist að Eurovision væri „fyrst og síðast tæki auglýsingadeildar Rúv til að ryksuga hér upp markaðinn“ og á meðan fallist héraðsblöðunum hendur. Símon spurði þá hver áhrifin af ákvörðuninni væru. „Almenningur í Ísrael hlýtur að vera felmtri sleginn og bara í mikilli sorg,“ sagði Kolbrún afar hæðin. „Þetta verður auðvitað bömmer fyrir Eurovision að missa þessa miklu playera, þessa íslensku sendisveit,“ bætti jafnhæðinn Jakob við. „Það er svolítið gráglettið að hugsa til þess að Væb séu okkar síðustu fulltrúar í þessari keppni.“ Firrt bókmenntaverðlaun og hörundsárir listamenn Úr Eurovision færðu þau sig yfir í tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem voru gerðar opinberar í síðustu viku. Kolbrún sagði tilnefningarnar farnar að skipta æ minna máli, þær hefðu oft verið undarlegar síðustu ár og væru „mjög einkennilegar“ þetta árið. Símon benti á að rofið milli bóksölu og tilnefninga væri töluvert. Gríðarvinsæl metsölubók á borð við Orra óstöðvandi væri til dæmis fjarverandi á listanum í ár. Það hlyti að vera áhyggjuefni fyrir útgefendur. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna „Ef þetta rof er að verða algjört milli sölulista og tilnefninga til bókmenntaverðlaunanna, þá hljóta útgefendur að staldra við og velta því fyrir sér til hvers í ósköpunum þeir eru að standa í þessu,“ sagði Jakob. Þremenningarnir tóku snúning á umfjöllun Heimildarinnar um hvar listamenn búa sem hafa fengið úthlutað úr ritlaunasjóði og viðbrögð við þeirri umfjöllun. Beggja vegna borðsins, í borginni og á landsbyggðinni, væru rithöfundar óvenju viðkvæmir fyrir slíkri umfjöllun sem bæði Kollu og Kobba fannst þó marklítil. Símon spurði Kollu síðan hvernig bókajólin í ár væru í samanburði við önnur. „Ég myndi segja að þessi bókajól væru bara þokkaleg, ekkert meira en það. Stundum koma mjög góð ár en þetta er þokkalegt. Það er náttúrulega alveg ljóst að það er gefið út allt of mikið af bókum. Hver á að hafa áhuga á þessu? Svo verður að segjast eins og er, að stjörnugjöf fjölmiðla er nú ekki til að hjálpa. Hún er eiginlega bara dapurleg,“ sagði Kolla. „Það á samt að vera svolítið bit núna í Kiljunni. Þið hafið tekið þær bækur, eins og Franska spítalann núna og fleiri, og talað svolítið hispurslaust. Manni finnst kveða aðeins við beittari tón í umræðunni síðustu misseri,“ sagði Símon. „Ég held líka að sennilega eigi þessi beitti tónn eftir að eflast og þá vil ég nefna sem sagt hérna gagnrýni hérna á Vísi. Það er svo mikill léttir að sjá að einhver hræðilega leiðinleg leiksýning sem maður sá hafi fengið eina stjörnu eða tvær eða bara þrjár,“ sagði Kolla þá. Jakob Bjarnar Grétarsson „Þetta er auðvitað lítið land og listamenn eiga til að hópa sig saman og beina spjótum sínum að gagnrýnendum með alveg ótrúlega miklu miskunnarleysi. Ég þekki marga sem hafa lagt fyrir sig að skrifa gagnrýni, eins og til dæmis Martein Reykal heitinn. Hann skrifaði leikhúsgagnrýni og svo bara sagði hann: „Af hverju ætti ég að vera að standa í þessu?“ Þetta er illa borgað og þú ert kominn með alla listamenn á bakið. Þú þarft að hafa alveg gríðarlega sterk bein til að standa í þessu og skrifa heiðarlega gagnrýni. Þeir spyrja sig aldrei að því af hverju maður er að skrifa svona eins og menn gera, heldur er strámennskan allsráðandi og það er verið að væna menn um illgirni og biturleika,“ sagði Jakob. Arnaldur lifir en Franski spítalinn fær falleinkunn Þremenningarnir tóku síðan aðalmanninn í jólabókaflóðinu síðustu þrjátíu ár, Arnald Indriðason. Símon velti því fyrir sér hvort tími Arnaldar sem konungs flóðsins væri liðinn. Kolbrún sagði svo ekki vera, Arnaldur væri stöðugur og passaði alltaf upp á undirstöðuatriðin. „Svo eru glæpasagnaverðlaun og hver er ekki tilnefndur? Arnaldur Indriðason. Hann er að lenda í því dálítið eins og Gyrðir Elíasson. Hann skrifar glæsilega bók og svo á að tilnefna til íslensku bókmenntaverðlaunanna en þá segja allir: „Nei Gyrðir, hann er nú búinn að fá öll þessi verðlaun. Við þurfum ekkert að tilnefna hann, tökum eitthvað nýtt“,“ sagði Kolla. Arnaldur stóð sig betur í ár en Kata og Ragnar. Símon spurði þau síðan hvaða bækur stæðu upp úr og hverjar hefðu valdið vonbrigðum. Kolbrún nefndi Þú sem ert á jörðu eftir Nínu Ólafsdóttur sem óvæntan smell og Jakob nefndi Lákarímur eftir Bjarka Karlsson þó hann væri sjálfur enginn vísnakarl. Versta bókin sem Kolla las var aftur á móti Franski spítalinn eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. „Ég spyr mig bara: „Hvað voru þau að hugsa?“ Er þetta ofmat á sjálfum sér eða er þetta tímaleysi? Takið ykkur tíma!“ sagði hún um Katrínu og Ragnar. Símon tók undir með Kolbrúnu, sagði stílinn hafa verið einfeldningslegan og bókina hafa verið illa staðsetta í tíma á áttunda áratugnum og staðnum troðið upp á söguna. Hispurslaus ævisaga biskups heitins Vali var skipt inn á fyrir Kollu í seinni hlutanum og var þar byrjað á umfjöllun um ævisögu Karls Sigurbjörnssonar. Handrit bókarinnar fannst í skúffu eftir andlát Karls og fjallar um eitt mesta ólgutímabil í sögu þjóðkirkjunnar. Karl fjallar hispurslaust um erfið mál, straumhvörf innan kirkjunnar og grimma pólitík og segir Valur að þar sé að finna fullt af fréttnæmum málum. Þeir ræddu síðan Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason, Kvöldsónötuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og fleiri bækur til. Valur hafði eins og Kolla sterkar skoðanir á flóðinu, of mikið kæmi út og sumar bækur væru á mörkum þess að vera útgáfuhæfar. En það verður ekki rakið frekar hér, lesendur verða bara að hlusta á þáttinn.
Menningarvaktin Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? 28. nóvember 2025 12:25 Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02 Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? 28. nóvember 2025 12:25
Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02
Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31