Auður segir skilið við Gímaldið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. desember 2025 17:02 Auður Jónsdóttir stóð ásamt Eyrúnu Magnúsdóttur að stofnun Gímaldsins. Vísir/Lýður Valberg Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári. „Síðasta hálfa árið var ég með í því ævintýri að stofnsetja nýjan fjölmiðil ásamt Eyrúnu Magnúsdóttur sem heitir Gímaldið. Það vakti nokkra athygli þegar frétt birtist í Morgunblaðinu á þá leið að tvær miðaldra konur væru að stofna fjölmiðil,“ byrjar Auður Facebook-færslu þar sem hún greinir frá tíðindunum. Hún vekur athygli á úthlutuninni úr launasjóði listamanna um daginn og segist ekki hafa sótt um meira en hálft ár, enda hafi hún fengið dágóðan skerf af þeim í gegnum tíðina. „Á skrifborðinu liggja tvær óskrifaðar bækur, ævisaga og skáldsaga. Að þeim þarf ég að einbeita mér núna – þó að ég taki auðvitað að mér aukaverkefni, verandi sjálfstætt foreldri því helst þarf maður að vera giftur einhverjum í fastri vinnu til að þessi laun nýtist sem skyldi,“ skrifar Auður. Áhyggjur af stöðu fjölmiðla Hún áréttir að hún á hvorki hlut í miðlinum né hefur nokkuð að segja um ritstjórn hans. „En ég vildi leggja mitt á vogaskálarnar, í þvældri hugsjón sem hefur flækt lífið síðan fyrir um átta árum síðan þegar mér var stefnt fyrir meiðyrði eftir að hafa skrifað pistil um ofbeit í Mosfellsdal, mál sem ég vann fyrir tilstuðlan Ragnar Aðalsteinssonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur.“ Auður var sýknuð í meiðyrðamálinu en segir málaferlin hafa reynt á taugakerfið. Í framhaldinu gaf hún út bókina Þjáningarfrelsið - Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huld Beck. Þá lýsir Auður áhyggjum yfir stöðu fjölmiðla í landinu og segir brotthvarf úr blaðamannastéttinni hættulega mikið. „Fjölmiðlar eru lungu frjálslynds lýðræðis, án þeirra erum við valdalaus. Og það á jafnt um almenning sem stjórnmálamanninn. Einhvern veginn teljum við fjölmiðla svo sjálfsagða að við kvörtum helst yfir þeim og sofum á verðinum þegar starfsskilyrði þeirra verða flóknari og verri og verri. Ómeðvituð um að á sama tíma fjarar undan okkur sjálfum, nú á tímum upplýsingaóreiðu sem oft birtist ekki í röngum staðreyndum heldur röngu samhengi eða skorti á víðfeðmara samhengi.“ Auður og Eyrún ræddu tilurð Gímaldsins á Sprengisandi í vetur. Viðtalið má nálgast að neðan. Fjölmiðlar Bókmenntir Listamannalaun Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms. 17. október 2025 10:25 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Síðasta hálfa árið var ég með í því ævintýri að stofnsetja nýjan fjölmiðil ásamt Eyrúnu Magnúsdóttur sem heitir Gímaldið. Það vakti nokkra athygli þegar frétt birtist í Morgunblaðinu á þá leið að tvær miðaldra konur væru að stofna fjölmiðil,“ byrjar Auður Facebook-færslu þar sem hún greinir frá tíðindunum. Hún vekur athygli á úthlutuninni úr launasjóði listamanna um daginn og segist ekki hafa sótt um meira en hálft ár, enda hafi hún fengið dágóðan skerf af þeim í gegnum tíðina. „Á skrifborðinu liggja tvær óskrifaðar bækur, ævisaga og skáldsaga. Að þeim þarf ég að einbeita mér núna – þó að ég taki auðvitað að mér aukaverkefni, verandi sjálfstætt foreldri því helst þarf maður að vera giftur einhverjum í fastri vinnu til að þessi laun nýtist sem skyldi,“ skrifar Auður. Áhyggjur af stöðu fjölmiðla Hún áréttir að hún á hvorki hlut í miðlinum né hefur nokkuð að segja um ritstjórn hans. „En ég vildi leggja mitt á vogaskálarnar, í þvældri hugsjón sem hefur flækt lífið síðan fyrir um átta árum síðan þegar mér var stefnt fyrir meiðyrði eftir að hafa skrifað pistil um ofbeit í Mosfellsdal, mál sem ég vann fyrir tilstuðlan Ragnar Aðalsteinssonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur.“ Auður var sýknuð í meiðyrðamálinu en segir málaferlin hafa reynt á taugakerfið. Í framhaldinu gaf hún út bókina Þjáningarfrelsið - Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huld Beck. Þá lýsir Auður áhyggjum yfir stöðu fjölmiðla í landinu og segir brotthvarf úr blaðamannastéttinni hættulega mikið. „Fjölmiðlar eru lungu frjálslynds lýðræðis, án þeirra erum við valdalaus. Og það á jafnt um almenning sem stjórnmálamanninn. Einhvern veginn teljum við fjölmiðla svo sjálfsagða að við kvörtum helst yfir þeim og sofum á verðinum þegar starfsskilyrði þeirra verða flóknari og verri og verri. Ómeðvituð um að á sama tíma fjarar undan okkur sjálfum, nú á tímum upplýsingaóreiðu sem oft birtist ekki í röngum staðreyndum heldur röngu samhengi eða skorti á víðfeðmara samhengi.“ Auður og Eyrún ræddu tilurð Gímaldsins á Sprengisandi í vetur. Viðtalið má nálgast að neðan.
Fjölmiðlar Bókmenntir Listamannalaun Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms. 17. október 2025 10:25 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms. 17. október 2025 10:25