Lífið

Fá­klæddir bar­þjónar þegar Regn­boginn opnaði í Bíó Para­dís

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hálfdán Hörður var í stuði.
Hálfdán Hörður var í stuði.

Það voru fáklæddir barþjónar sem tóku á móti gestum í Bíó Paradís síðustu helgi þegar spánýr kokteilabar opnaði í bíóinu. Nafnið hringir eflaust bjöllum hjá mörgum en barinn heitir Regnboginn líkt og kvikmyndahúsið á Hverfisgötu hét um árabil.

Í tilkynningu frá rekstraraðilum um málið segir að með nafngiftinni sé ætlunin að heiðra gamla kvikmyndahúsið  sem eldri kynslóðir á Íslandi muna vel eftir, og var opnað við Hverfisgötu á annan í jólum árið 1977.

Húsfyllir var á opnun kokteilabarsins og fjöldi góðra gesta naut þess að smakka fallega drykki og spjalla saman í innri sal Bíó Paradísar þar sem söguleg kvikmyndaplaköt þekja veggina.

Hönnuður þessa litríka bars er Sigga Maija, fatahönnuður en hún býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu úr lista- og menningarlífinu. Það var stuð og stemning á föstudagskvöldinu í Bíó Paradís en sama kvöld fór fram partýsýning á jólahasarmyndinni Die Hard sem sló í gegn enn eitt árið.

Fannar, Ingibjörg og Kolbeinn buðu upp á popp. Guðrún Helga

Partý og popp á gólfi. Allt eins og það á að vera. Guðrún Helga

Auja, Oliver og Viktor í yeeeeeeeehaaaaa stuði. Guðrún Helga

Ingibjörg, Viktoría og Kolbeinn. Guðrún Helga

Hugleikur Dagsson og vinkona í Appelsín peysu. Guðrún Helga

Kokteilar og popp. Guðrún Helga

Árni tók mynd af ljósmyndaranum. Guðrún Helga

Spilað á spil, drykkir og popp. Lífið! Guðrún Helga

Fannar og Solveig, hress.Guðrún Helga

Oliver skildi ekkert í Viktori sem var með Regnbogann tattúveraðan í andlitinu.Guðrún Helga

Yulia í stuði. Guðrún Birna

Thelma með Regnbogann á hálsinum. Guðrún Birna

Lottó steig á stokk. Guðrún Helga





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.