Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2025 08:04 Hlédís var blaðamaður á Stundinni og mjög virk í starfi Vinstri Grænna og það er óhætt að segja að hún hafi færst talsvert mikið til í skoðunum á undanförnum árum. Hlédís Maren Guðmundsdóttir félagsfræðingur segir mikla vanmáttarkennd og ójafnvægi hafa einkennt mikið af vinstra fólki á undanförnum árum. Hún segist ánægð með að hafa haft hugrekki til að skipta um skoðanir í lífinu og að það trufli hana ekki þó að hún hafi misst vini og kunningja eftir að hún fór að tjá skoðanir sínar opinberlega á undanförnum mánuðum. Þetta segir Hlédís Maren í nýjasta þættinum af Podcasti Sölva Tryggvasonar. „Það er sérstök tilfinning að verða allt í einu umdeildur og að fólk hafi sterkar skoðanir á þér. Það kallar á að maður endurskilgreini sjálfan sig á ákveðinn hátt. Það virðist ákveðinn hópur af fólki hafa fengið mig á heilann eftir að ég byrjaði að skrifa pistlana mína og farið í þráhyggju yfir því að einhver sem var vinstri sinnaður sé búinn að skipta um skoðun. Ég hef verið sökuð um að vilja gera konur að útungunarvélum, vera öfga hægri manneskja og fleira og fleira. En þetta truflar mig ekki neitt af því að ég veit fyrir hvað ég stend og horfi bara á stóru myndina og tel mikilvægt fyrir mig að tjá skoðanir mínar. Mikill meirihluti af þeim skilaboðum sem ég hef fengið eru jákvæð og ég upplifi að það sé mikill þögull meirihluti sem er sammála ákveðnum hlutum sem eru kannski ekki viðurkennda skoðunin opinberlega. Mín reynsla er sú að konur á vinstri vængnum í stjórnmálum séu sá hópur sem almennt hefur minnst umburðarlyndi í garð skoðana annars fólks,” segir Hlédís sem hefur verið orðuð við framboð fyrir Miðflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hefur færst til Hlédís var blaðamaður á Stundinni og mjög virk í starfi Vinstri grænna og það er óhætt að segja að hún hafi færst talsvert mikið til í skoðunum á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera svona fimm ára ferli hjá mér sem hefur breytt því hvernig ég skynja veruleikann í kringum mig. Ég var virk í starfi Vinstri grænna og var blaðamaður á Stundinni [nú Heimildinni] og var með mjög sterkar skoðanir á alls konar hlutum. Einhvern veginn hef ég svo farið frá því yfir í að verða einhvers konar andlit fyrir ungt íhaldsfólk, eftir að ég fór að tjá skoðanir mínar opinberlega á þessu ári. Ég þekkti áður fyrr ekkert fólk sem var íhaldsmegin í tilverunni og umgekkst ekki fólk sem var hægra megin við línuna. En svo kynntist ég manninum mínum og ekki það að ég ætli að fara að setja þetta allt á hann, en í gegnum hann byrjaði ég að sjá alls konar hluti í nýju ljósi. Hann er Sjálfstæðismaður og kemur úr mjög vel fúnkerandi fjölskyldu með íhaldssöm gildi. Ég fór að læra hluti um lífið og tilveruna sem ég hafði ekki skilið áður. Ég man að þegar ég fór á fyrsta deitið með honum kallaði ég hann bara „hægri manninn“ og sagði að ég væri að fara á deit með hægri manni. Við fórum saman í hádegismat og hann mætti í jakkafötum og svo bara hnakkrifumst við um allt milli himins og jarðar og tókum lengsta hádegismat sögunnar. En ég skynjaði að hann væri góð manneskja og hann hafði húmor fyrir hlutunum þó að við værum ósammála. Það má segja að þarna hafi byrjað hjá mér sú vegferð sem hefur leitt mig þangað sem ég er komin í dag,” segir Hlédís Maren. Vanmáttur og ofurathygli á hluti utan eigin ábyrgðarhrings Hlédís segist í baksýnisspeglinum sjá að mikill vanmáttur og ofurathygli á hlutum sem eru langt utan manns eigin ábyrgðarhrings hafi einkennt umræðuna hjá því fólki sem hún umgekkst þegar hún var mjög vinstrisinnuð. „Ef maður er langt vinstra megin við línuna eins og ég var, þá er maður oft að upplifa miklar áhyggjur af hlutum sem eru langt frá manni, sem eðlilega býr til mikla vanmáttartilfinningu. Hvort sem það er loftslagskvíði eða áhyggjur af hlutum sem maður getur kannski ekki haft mikil áhrif á. Fólk sem er þarna megin í tilverunni upplifir oft að það hafi ekki stjórn á tilverunni sinni og það mótar svo það hvernig þú sérð heiminn. Það er alltaf eitthvað annað sem er vandamálið heldur en það hvernig þú lifir lífi þínu. Það sem fór að gerast hjá mér var að ég fór að sjá að ég gæti haft miklu meiri stjórn á mínu lífi og það skilgreinir mín lífsgæði,” segir Hlédís. Var farin að skoðanakúga sjálfa sig Hlédís segist hafa verið komin á þann stað á ákveðnum punkti að skoðanakúga sjálfa sig til að búa ekki til óþægindi. „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig bara til að búa ekki til óþægindi félagslega. Ég sat oft á hugmyndum mínum og þorði ekki að vera ósammála eða segja það sem ég raunverulega var að hugsa, af því að það eru bara töluverð félagsleg viðurlög fyrir konur sem eru ekki sammála ákveðnum hlutum innan vinstri kreðsunnar. Mjög margir eru sammála því sem ég er að segja núna, en þora ekki að segja það af ótta við viðbrögð annarra. Sérstaklega konur sem eru vinstra megin í tilverunni. Baráttukonum hefur verið tíðrætt um bakslag og sérstaklega í samhengi við íhaldsógn og það er mikið verið að rangtúlka hluti og taka þá úr samhengi. Þetta er allt saman orðið svo mikil hugmyndafræði, en það vantar stundum pragmatisma og spyrja hvað konur vilja í raun og veru og hvað þjónar hagsmunum kvenna. Saga kvennaverkfallsins er saga annarrar bylgju femínisma sem vildi frelsa konur frá heimilinu og barneignum og umönnun barna sinna. En í dag upplifi ég ekki annað en að ég fái að minnsta kosti jafnmörg tækifæri og karlmenn á Íslandi og við þurfum stöðugt að vera að endurhugsa hlutina. Ef við förum á einhverjum hugmyndafræðilegum grunni að steypa konum inn í karllægt mót er það alls ekki endilega góð þróun.” Ungt fólk að verða íhaldssamara Hlédís segist finna það mjög sterkt að stór hluti ungs fólks sé að verða íhaldssamari en áður og fyrir því séu góð og gild rök. „Það er alltaf ákveðinn pendúll sem sveiflast í samfélaginu og núna er augljóst að mikið af ungu fólki er að verða íhaldssamara. Ungt fólk er að meta framtíð sína og finna út hvað hentar því best og það þýðir ekki að færa allt undir einhvern öfgahatt. Ég er nokkuð viss um að í mörgum málum séu miklu fleiri sammála mér en ósammála mér.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Hlédísi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í. 22. október 2025 19:58 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Þetta segir Hlédís Maren í nýjasta þættinum af Podcasti Sölva Tryggvasonar. „Það er sérstök tilfinning að verða allt í einu umdeildur og að fólk hafi sterkar skoðanir á þér. Það kallar á að maður endurskilgreini sjálfan sig á ákveðinn hátt. Það virðist ákveðinn hópur af fólki hafa fengið mig á heilann eftir að ég byrjaði að skrifa pistlana mína og farið í þráhyggju yfir því að einhver sem var vinstri sinnaður sé búinn að skipta um skoðun. Ég hef verið sökuð um að vilja gera konur að útungunarvélum, vera öfga hægri manneskja og fleira og fleira. En þetta truflar mig ekki neitt af því að ég veit fyrir hvað ég stend og horfi bara á stóru myndina og tel mikilvægt fyrir mig að tjá skoðanir mínar. Mikill meirihluti af þeim skilaboðum sem ég hef fengið eru jákvæð og ég upplifi að það sé mikill þögull meirihluti sem er sammála ákveðnum hlutum sem eru kannski ekki viðurkennda skoðunin opinberlega. Mín reynsla er sú að konur á vinstri vængnum í stjórnmálum séu sá hópur sem almennt hefur minnst umburðarlyndi í garð skoðana annars fólks,” segir Hlédís sem hefur verið orðuð við framboð fyrir Miðflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hefur færst til Hlédís var blaðamaður á Stundinni og mjög virk í starfi Vinstri grænna og það er óhætt að segja að hún hafi færst talsvert mikið til í skoðunum á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera svona fimm ára ferli hjá mér sem hefur breytt því hvernig ég skynja veruleikann í kringum mig. Ég var virk í starfi Vinstri grænna og var blaðamaður á Stundinni [nú Heimildinni] og var með mjög sterkar skoðanir á alls konar hlutum. Einhvern veginn hef ég svo farið frá því yfir í að verða einhvers konar andlit fyrir ungt íhaldsfólk, eftir að ég fór að tjá skoðanir mínar opinberlega á þessu ári. Ég þekkti áður fyrr ekkert fólk sem var íhaldsmegin í tilverunni og umgekkst ekki fólk sem var hægra megin við línuna. En svo kynntist ég manninum mínum og ekki það að ég ætli að fara að setja þetta allt á hann, en í gegnum hann byrjaði ég að sjá alls konar hluti í nýju ljósi. Hann er Sjálfstæðismaður og kemur úr mjög vel fúnkerandi fjölskyldu með íhaldssöm gildi. Ég fór að læra hluti um lífið og tilveruna sem ég hafði ekki skilið áður. Ég man að þegar ég fór á fyrsta deitið með honum kallaði ég hann bara „hægri manninn“ og sagði að ég væri að fara á deit með hægri manni. Við fórum saman í hádegismat og hann mætti í jakkafötum og svo bara hnakkrifumst við um allt milli himins og jarðar og tókum lengsta hádegismat sögunnar. En ég skynjaði að hann væri góð manneskja og hann hafði húmor fyrir hlutunum þó að við værum ósammála. Það má segja að þarna hafi byrjað hjá mér sú vegferð sem hefur leitt mig þangað sem ég er komin í dag,” segir Hlédís Maren. Vanmáttur og ofurathygli á hluti utan eigin ábyrgðarhrings Hlédís segist í baksýnisspeglinum sjá að mikill vanmáttur og ofurathygli á hlutum sem eru langt utan manns eigin ábyrgðarhrings hafi einkennt umræðuna hjá því fólki sem hún umgekkst þegar hún var mjög vinstrisinnuð. „Ef maður er langt vinstra megin við línuna eins og ég var, þá er maður oft að upplifa miklar áhyggjur af hlutum sem eru langt frá manni, sem eðlilega býr til mikla vanmáttartilfinningu. Hvort sem það er loftslagskvíði eða áhyggjur af hlutum sem maður getur kannski ekki haft mikil áhrif á. Fólk sem er þarna megin í tilverunni upplifir oft að það hafi ekki stjórn á tilverunni sinni og það mótar svo það hvernig þú sérð heiminn. Það er alltaf eitthvað annað sem er vandamálið heldur en það hvernig þú lifir lífi þínu. Það sem fór að gerast hjá mér var að ég fór að sjá að ég gæti haft miklu meiri stjórn á mínu lífi og það skilgreinir mín lífsgæði,” segir Hlédís. Var farin að skoðanakúga sjálfa sig Hlédís segist hafa verið komin á þann stað á ákveðnum punkti að skoðanakúga sjálfa sig til að búa ekki til óþægindi. „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig bara til að búa ekki til óþægindi félagslega. Ég sat oft á hugmyndum mínum og þorði ekki að vera ósammála eða segja það sem ég raunverulega var að hugsa, af því að það eru bara töluverð félagsleg viðurlög fyrir konur sem eru ekki sammála ákveðnum hlutum innan vinstri kreðsunnar. Mjög margir eru sammála því sem ég er að segja núna, en þora ekki að segja það af ótta við viðbrögð annarra. Sérstaklega konur sem eru vinstra megin í tilverunni. Baráttukonum hefur verið tíðrætt um bakslag og sérstaklega í samhengi við íhaldsógn og það er mikið verið að rangtúlka hluti og taka þá úr samhengi. Þetta er allt saman orðið svo mikil hugmyndafræði, en það vantar stundum pragmatisma og spyrja hvað konur vilja í raun og veru og hvað þjónar hagsmunum kvenna. Saga kvennaverkfallsins er saga annarrar bylgju femínisma sem vildi frelsa konur frá heimilinu og barneignum og umönnun barna sinna. En í dag upplifi ég ekki annað en að ég fái að minnsta kosti jafnmörg tækifæri og karlmenn á Íslandi og við þurfum stöðugt að vera að endurhugsa hlutina. Ef við förum á einhverjum hugmyndafræðilegum grunni að steypa konum inn í karllægt mót er það alls ekki endilega góð þróun.” Ungt fólk að verða íhaldssamara Hlédís segist finna það mjög sterkt að stór hluti ungs fólks sé að verða íhaldssamari en áður og fyrir því séu góð og gild rök. „Það er alltaf ákveðinn pendúll sem sveiflast í samfélaginu og núna er augljóst að mikið af ungu fólki er að verða íhaldssamara. Ungt fólk er að meta framtíð sína og finna út hvað hentar því best og það þýðir ekki að færa allt undir einhvern öfgahatt. Ég er nokkuð viss um að í mörgum málum séu miklu fleiri sammála mér en ósammála mér.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Hlédísi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.
Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í. 22. október 2025 19:58 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í. 22. október 2025 19:58