Lífið

Idris Elba sleginn til riddara fyrir bar­áttu gegn hnífaburði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hinn 53 ára Idris Elba er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Luther og The Wire en hefur einnig leikið í fjölda kvikmynda.
Hinn 53 ára Idris Elba er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Luther og The Wire en hefur einnig leikið í fjölda kvikmynda. Getty

Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation.

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Elba stofnaði Elba Hope Foundation árið 2022 með eiginkonu sinni, kanadísku fyrirsætunni Sabrinu Elba. Samtökin eru alþjóðleg og vinna þvert á landamæri að því að efla ungt fólk gegnum menntum, atvinnu og önnur tækifæri. 

Frá 2024 hefur Elba barist ötullega fyrir því að draga úr hnífaburði breskra ungmenna með ýmsum leiðum, þar á meðal með takmörkun á sölu hnífa. Hann gaf út í byrjun árs 2024 lagið „Knives Down“ með breska rapparanum DB Maz og í byrjun þessa árs kom út heimildarmyndin Idris Elba: Our Knife Crime Crisis á BBC um stöðu mála.

„Ég vona að við getum gert meira til að draga athyglina að mikilvægi stöðugs, praktísks stuðnings fyrir ungt fólk og að ábyrgðinni sem við deilum öll við að hjálpa þeim að finna annan kost en ofbeldi,“ sagði Elba um riddaratignina.

Allt í allt eru 1.157 manns á nýárslistanum. Meðal annarra á listanum eru grínistinn Meera Syal, skautahlaupararnir Jayne Torvill og Christopher Dean sem unnu gull á Ólympíuleikunum 1984, hollenski fótboltaþjálfarina Sarina Wiegman sem þjálfaði enska kvennalandsliðið og fyrirliði hennar, Leah Williamson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.