„Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 15:40 Ano Turtiainen, fyrrverandi þingmaður Sannra Finna, tekur við stöðu flóttamanns í Rússlandi. Skjáskot af Youtube-síður Ano Turtiainen Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. Ano Turtiainen er fyrrverandi kraftlyftingarmaður og þingmaður Sannra Finna. Hann tilkynnti í að hann hefði fengið stöðu pólitísks flóttamanns í Rússlandi í myndbandi sem hann birti á Youtube í gær. Rússneska innanríkisráðuneytið staðfesti það og birti myndband af Turtiainen og eiginkonu hans að skrifa undir skjöl þess efnis í Moskvu, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Turtiainen greindi frá því að hann hefði flutt til Rússlands í síðasta mánuði. Þar sakaði hann finnsk stjórnvöld um að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi til þess að koma í veg fyrir að Finnar „flyktust til Rússlands í leit að velmegun“. Sagðist fyrrverandi þingmaðurinn jafnvel tilbúinn að berjast gegn Finnland í stríði fyrir rússneska herinn. „Ef ég væri yngri berðist ég jafnvel. Og jafnvel þótt ég þyrfti að fara á vígvöllinn gegn Finnum færi ég, svo mikið er víst, gegn nasistunum, ég fer,“ sagði hann í myndbandi fyrir jól. Í færslu sem virðist vera frá rússneska ríkismiðlinum RT á samfélagsmiðlinum X segir að Turtiainen hafi staðið frammi fyrir saksókn í heimalandinu fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda og Atlantshafsbandalagið. Hann hefði flutt til Rússlands vegna ótta um öryggi hans. Former Finnish MP Ano Turtiainen granted asylum and Russian citizenshipFacing prosecution in Finland for criticizing its current policies and NATO, he relocated to Russia citing fears for his personal safety, the politician told RTWelcome to Russia! pic.twitter.com/v7SlUZPx8W— RT (@RT_com) December 29, 2025 Sparkað úr tveimur flokkum á jafnmörgum árum Sannir Finnar úthýstu Turtiainen eftir að hann lét rasísk ummæli falla um George Floyd, blökkumann sem bandarískir lögreglumenn drápu, árið 2020, aðeins ári eftir að hann náði kjöri til finnska þingsins. Þá stofnaði Turtiainen flokkinn Valdið tilheyrir fólkinu (VKK) en sá félagsskapur gerði hann brottrækan vegna stuðnings hans við innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Turtiainen komst í hann krappann þegar finnska þingið reyndi að endurheimta styrki sem hann fékk sem þingmaður þar sem hann gaf ekki upp í hvað hann notaði féð. Hann segir sjálfur að rússneskir vinir hans hafi hvatt hann til að flýja Finnlands vegna aðgerða stjórnvalda gegn honum. Hæli virtist standa Íslendingum til boða Finnska fréttaveitan STT segir að það sé afar fátítt að rússnesk stjórnvöld veiti fólk pólitískt hæli og að það krefjist forsetatilskipunar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út tilskipun í fyrra um að veita vesturlandabúum sem höfnuðu „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stönguðust á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Ísland er á lista sem rússnesk stjórnvöld tóku saman í kjölfarið um ríki sem hefðu slík andstæð gildi. Rússneska sendiráðið svaraði aldrei fyrirspurn Vísis um hvort einhverjir íslenskir ríkisborgarar hefðu falast eftir því að þekkjast boð Pútíns um hæli. Rússar veittu Edward Snowden, fyrrverandi verktaka hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), hæli árið 2013 eftir að hann lak miklu magni upplýsinga sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir stofnunarinnar um bandaríska og erlenda borgara. Finnland Rússland Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ano Turtiainen er fyrrverandi kraftlyftingarmaður og þingmaður Sannra Finna. Hann tilkynnti í að hann hefði fengið stöðu pólitísks flóttamanns í Rússlandi í myndbandi sem hann birti á Youtube í gær. Rússneska innanríkisráðuneytið staðfesti það og birti myndband af Turtiainen og eiginkonu hans að skrifa undir skjöl þess efnis í Moskvu, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Turtiainen greindi frá því að hann hefði flutt til Rússlands í síðasta mánuði. Þar sakaði hann finnsk stjórnvöld um að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi til þess að koma í veg fyrir að Finnar „flyktust til Rússlands í leit að velmegun“. Sagðist fyrrverandi þingmaðurinn jafnvel tilbúinn að berjast gegn Finnland í stríði fyrir rússneska herinn. „Ef ég væri yngri berðist ég jafnvel. Og jafnvel þótt ég þyrfti að fara á vígvöllinn gegn Finnum færi ég, svo mikið er víst, gegn nasistunum, ég fer,“ sagði hann í myndbandi fyrir jól. Í færslu sem virðist vera frá rússneska ríkismiðlinum RT á samfélagsmiðlinum X segir að Turtiainen hafi staðið frammi fyrir saksókn í heimalandinu fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda og Atlantshafsbandalagið. Hann hefði flutt til Rússlands vegna ótta um öryggi hans. Former Finnish MP Ano Turtiainen granted asylum and Russian citizenshipFacing prosecution in Finland for criticizing its current policies and NATO, he relocated to Russia citing fears for his personal safety, the politician told RTWelcome to Russia! pic.twitter.com/v7SlUZPx8W— RT (@RT_com) December 29, 2025 Sparkað úr tveimur flokkum á jafnmörgum árum Sannir Finnar úthýstu Turtiainen eftir að hann lét rasísk ummæli falla um George Floyd, blökkumann sem bandarískir lögreglumenn drápu, árið 2020, aðeins ári eftir að hann náði kjöri til finnska þingsins. Þá stofnaði Turtiainen flokkinn Valdið tilheyrir fólkinu (VKK) en sá félagsskapur gerði hann brottrækan vegna stuðnings hans við innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Turtiainen komst í hann krappann þegar finnska þingið reyndi að endurheimta styrki sem hann fékk sem þingmaður þar sem hann gaf ekki upp í hvað hann notaði féð. Hann segir sjálfur að rússneskir vinir hans hafi hvatt hann til að flýja Finnlands vegna aðgerða stjórnvalda gegn honum. Hæli virtist standa Íslendingum til boða Finnska fréttaveitan STT segir að það sé afar fátítt að rússnesk stjórnvöld veiti fólk pólitískt hæli og að það krefjist forsetatilskipunar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út tilskipun í fyrra um að veita vesturlandabúum sem höfnuðu „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stönguðust á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Ísland er á lista sem rússnesk stjórnvöld tóku saman í kjölfarið um ríki sem hefðu slík andstæð gildi. Rússneska sendiráðið svaraði aldrei fyrirspurn Vísis um hvort einhverjir íslenskir ríkisborgarar hefðu falast eftir því að þekkjast boð Pútíns um hæli. Rússar veittu Edward Snowden, fyrrverandi verktaka hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), hæli árið 2013 eftir að hann lak miklu magni upplýsinga sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir stofnunarinnar um bandaríska og erlenda borgara.
Finnland Rússland Flóttamenn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“