Enski boltinn

Brennan John­son er orðinn leik­maður Crystal Palace

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brennan Johnson gæti spilað með Crystal Palace um helgina en Oliver Glasner, stjóra Palace, var fljótur að sannfæra hann um að koma.
Brennan Johnson gæti spilað með Crystal Palace um helgina en Oliver Glasner, stjóra Palace, var fljótur að sannfæra hann um að koma. @CPFC

Velski knattspyrnumaðurinn Brennan Johnson verður að öllum líkindum í leikmannahópi Crystal Palace á sunnudag eftir að félagaskipti framherjans frá Tottenham fyrir metfé, 35 milljónir punda, gengu í gegn á föstudag.

Bournemouth hafði einnig áhuga á að fá velska landsliðsmanninn í stað Antoine Semenyo, sem er á óskalista Manchester City.

En eftir viðræður við Oliver Glasner, stjóra Palace, á fimmtudag sannfærðist Johnson um að ganga til liðs við félagið á Selhurst Park.

„Ég er virkilega spenntur og mjög ánægður,“ sagði þessi 24 ára leikmaður við heimasíðu Palace.

„Crystal Palace er frábært félag, félag sem ég hef alltaf litið upp til,“ sagði Johnson.

„Þetta er frábær tímapunktur fyrir mig til að koma hingað og taka þátt í vegferðinni sem þetta félag er á. Ég er gríðarlega spenntur,“ sagði Johnson.

Koma Johnsons slær út 27 milljón punda metið sem Ernirnir greiddu fyrir Christian Benteke, framherja Liverpool, árið 2016.

Hann gekk til liðs við Tottenham frá Nottingham Forest árið 2023 fyrir 47,5 milljónir punda og skoraði sigurmarkið þegar félagið batt enda á sautján ára bið sína eftir titli með sigri í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.

Spiltími Johnsons hefur verið takmarkaður undir stjórn Thomas Frank, stjóra Spurs, á þessu tímabili en framherjinn hefur skorað fjögur mörk í 22 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×