Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2026 23:30 Antoine Semenyo fór á bólakaf eins og má sjá hér. @antoinesemenyo Enski knattspyrnumaðurinn Antoine Semenyo er að yfirgefa Bournemouth í janúarglugganum en hann lét skíra sig áður en hann flytur sig frá suðurströndinni og norður í land. Allt bendir til þess að versta geymda leyndarmálið í þessum glugga sé að Semenyo sé á leiðinni til Manchester City. 65 milljóna punda klásúla Leikmaðurinn er með klásúlu í samningnum sem gefur öðrum félögum tækifæri til að kaupa upp samning hans fyrir 65 milljónir punda. Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni höfðu flest áhuga á að fá þennan öfluga leikmann á þessu tilboðsverði en það leit fljótlega út fyrir að bæði Liverpool og Manchester United yrðu undir í baráttunni við City. Hinn 25 ára gamli Semenyo er fæddur í Chelsea-hverfinu í London en byrjaði fótboltaferil sinn hjá Bristol City. Hann hefur verið hjá Bournemouth frá janúar 2023. Hann framlengdi samning sinn í júlí á síðasta ári til ársins 2023 en með fyrrnefndri klásúlu. View this post on Instagram A post shared by JordeenB (@jordeenb_) Trúlofaði sig líka Þetta eru viðburðarríkir mánuðir fyrir Semenyo því hann bað kærustu sinnar, Jordeen Buckley, 18. nóvember, lét síðan skíra sig í sjónum á ströndinni í Bournemouth á síðustu dögum ársins og er nú á leiðinni til margfaldra Englandsmeistara. Semenyo ákvað að játa trú sína opinberlega áður en hann færði sig til Manchester-borgar. Hann deildi myndbandi af skírn sinni á ströndinni en hann hefur lofað áhrif trúarinnar á farsælasta fótboltaár sitt til þessa. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja,“ skrifaði framherji Bournemouth á Instagram þar sem hann birti uppáhalds augnablikin sín frá síðasta ári. Kærleikurinn var óendanlegur „Kærleikurinn var óendanlegur. Þessar myndir segja ekki einu sinni alla söguna en ég þakka þér, Guð, fyrir vernd þína, blessun þína og verk þitt í lífi mínu. 2026, við erum klár!“ Myndirnar sem Semenyo deildi voru allt frá skyndimyndum af dachshund-hundinum sínum til stunda með kærustu sinni, áhrifavaldinum Jordeen, og fjölskyldu sinni. Það sem var þó gegnumgangandi voru tilvísanir í trú hans, þar á meðal myndband af honum taka skrefið og gangast undir kristna trú á sólríkum degi. Semenyo var klæddur í hvíta skyrtu og svartar buxur en honum var síðan dýft á kaf á meðan öldurnar brotnuðu við ströndina. Eftir að hafa risið á fætur horfði hann til himins með breitt bros á vör. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Enski boltinn AFC Bournemouth Manchester City Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Allt bendir til þess að versta geymda leyndarmálið í þessum glugga sé að Semenyo sé á leiðinni til Manchester City. 65 milljóna punda klásúla Leikmaðurinn er með klásúlu í samningnum sem gefur öðrum félögum tækifæri til að kaupa upp samning hans fyrir 65 milljónir punda. Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni höfðu flest áhuga á að fá þennan öfluga leikmann á þessu tilboðsverði en það leit fljótlega út fyrir að bæði Liverpool og Manchester United yrðu undir í baráttunni við City. Hinn 25 ára gamli Semenyo er fæddur í Chelsea-hverfinu í London en byrjaði fótboltaferil sinn hjá Bristol City. Hann hefur verið hjá Bournemouth frá janúar 2023. Hann framlengdi samning sinn í júlí á síðasta ári til ársins 2023 en með fyrrnefndri klásúlu. View this post on Instagram A post shared by JordeenB (@jordeenb_) Trúlofaði sig líka Þetta eru viðburðarríkir mánuðir fyrir Semenyo því hann bað kærustu sinnar, Jordeen Buckley, 18. nóvember, lét síðan skíra sig í sjónum á ströndinni í Bournemouth á síðustu dögum ársins og er nú á leiðinni til margfaldra Englandsmeistara. Semenyo ákvað að játa trú sína opinberlega áður en hann færði sig til Manchester-borgar. Hann deildi myndbandi af skírn sinni á ströndinni en hann hefur lofað áhrif trúarinnar á farsælasta fótboltaár sitt til þessa. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja,“ skrifaði framherji Bournemouth á Instagram þar sem hann birti uppáhalds augnablikin sín frá síðasta ári. Kærleikurinn var óendanlegur „Kærleikurinn var óendanlegur. Þessar myndir segja ekki einu sinni alla söguna en ég þakka þér, Guð, fyrir vernd þína, blessun þína og verk þitt í lífi mínu. 2026, við erum klár!“ Myndirnar sem Semenyo deildi voru allt frá skyndimyndum af dachshund-hundinum sínum til stunda með kærustu sinni, áhrifavaldinum Jordeen, og fjölskyldu sinni. Það sem var þó gegnumgangandi voru tilvísanir í trú hans, þar á meðal myndband af honum taka skrefið og gangast undir kristna trú á sólríkum degi. Semenyo var klæddur í hvíta skyrtu og svartar buxur en honum var síðan dýft á kaf á meðan öldurnar brotnuðu við ströndina. Eftir að hafa risið á fætur horfði hann til himins með breitt bros á vör. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Enski boltinn AFC Bournemouth Manchester City Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira