Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2026 21:17 Harvey Elliott hefur fengið fá tækifæri hjá Aston Villa en félagið þarf að kaupa hann spili hann tíu leiki. Getty/Shaun Brooks Unai Emery knattspyrnustjóri Aston Villa segir að félagið hafi efast um það fyrir tveimur mánuðum að það væri rétt að kaupa Harvey Elliott frá Liverpool. Framherjinn kom frá Liverpool í september á lánssamningi út tímabilið, með kaupskyldu upp á 35 milljónir punda ef hann spilaði tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Breska ríkisútvarpið fjallar um stöðu Elliott og hefur heimildir fyrir því að Charlotte FC í MLS-deildinni hafi áhuga á Elliott, en hinn 22 ára gamli leikmaður er ekki spenntur fyrir því að flytja til Ameríku. Aðeins spilað fimm sinnum undir stjórn Emery Elliott hefur aðeins spilað fimm sinnum undir stjórn Emery og kom síðast við sögu sem varamaður seint í leik gegn Feyenoord í Evrópudeildinni þann 2. október. 🦁 Unai Emery has cleared up the reason why they are not including Harvey Elliott in the match day squad:🗣️ Emery: "The problem we have with Harvey (Elliott) is this year he is on loan and in case he is playing matches, we must buy him.We decided two months ago we are not… pic.twitter.com/qgFdgLK6V3— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 2, 2026 „Vandamálið sem við höfum með Harvey er að hann er á láni í ár og ef hann spilar leiki verðum við að kaupa hann. Við ákváðum fyrir tveimur mánuðum að við værum ekki sannfærðir um að kaupa hann og eyða þeim peningum sem við þyrftum til þess,“ sagði Unai Emery. Hegðar sér vel en svona er fótboltinn „Þetta er eina málið. Hann æfir á hverjum degi, sýnir alltaf mjög góða hegðun og hjálpar okkur á æfingum. Þetta er ekki gott fyrir hann og ekki gott fyrir okkur, en svona er fótboltinn og stundum verðum við að taka ákvarðanir sem eru ekki góðar fyrir alla,“ sagði Emery. Elliott, sem fór á kostum með U21-landsliði Englands þegar það vann Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar, byrjaði aðeins tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool vann titilinn á síðasta tímabili. Hann hefur aðeins byrjað einu sinni í deildinni fyrir Villa og skoraði eina mark sitt gegn Brentford í deildabikarnum í september. Elliott gæti ekki spilað fyrir annað evrópskt félag á þessu tímabili þar sem hann hefur þegar spilað fyrir Liverpool og Villa á tímabilinu 2025-26. Liverpool gæti þurft á honum að halda Miðað við meiðslavandræði Liverpool er ekki útilokað að Elliott endi félagaskiptagluggann aftur í hóp Arne Slot, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er afstaðan á Anfield sú að þetta sé alfarið vandamál sem Aston Villa þurfi að leysa. 🚨🇺🇸 Charlotte FC are prepared to offer Harvey Elliott the chance to play on loan in MLS until June.Elliott, likely to return to Liverpool after being unused at Aston Villa on loan.Decision up to the player. pic.twitter.com/6NaL9Fcmgg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2026 Það er ekkert endurköllunarákvæði í núverandi samningi og aðeins er búist við því að Liverpool taki þátt í viðræðum ef Villa hefur frumkvæði að því að Elliott snúi aftur til Anfield. „Nei, Harvey er leikmaður Aston Villa“ Ef svo færi yrði búist við því að Villa greiddi gjald fyrir að rifta lánssamningnum og tæki hugsanlega þátt í að greiða laun Elliott. Þegar Elliott fór á lán í sumar gerði Liverpool ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sinni að félagaskiptin yrðu varanleg sumarið 2026. Slot stjóri Liverpool var nýlega spurður hvort félagið hefði kannað möguleikann á að fá Elliott aftur og hann sagði: „Nei, Harvey er leikmaður Aston Villa og hann á að vera þar út tímabilið,“ sagði Slot. Enski boltinn Liverpool FC Aston Villa FC Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Framherjinn kom frá Liverpool í september á lánssamningi út tímabilið, með kaupskyldu upp á 35 milljónir punda ef hann spilaði tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Breska ríkisútvarpið fjallar um stöðu Elliott og hefur heimildir fyrir því að Charlotte FC í MLS-deildinni hafi áhuga á Elliott, en hinn 22 ára gamli leikmaður er ekki spenntur fyrir því að flytja til Ameríku. Aðeins spilað fimm sinnum undir stjórn Emery Elliott hefur aðeins spilað fimm sinnum undir stjórn Emery og kom síðast við sögu sem varamaður seint í leik gegn Feyenoord í Evrópudeildinni þann 2. október. 🦁 Unai Emery has cleared up the reason why they are not including Harvey Elliott in the match day squad:🗣️ Emery: "The problem we have with Harvey (Elliott) is this year he is on loan and in case he is playing matches, we must buy him.We decided two months ago we are not… pic.twitter.com/qgFdgLK6V3— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 2, 2026 „Vandamálið sem við höfum með Harvey er að hann er á láni í ár og ef hann spilar leiki verðum við að kaupa hann. Við ákváðum fyrir tveimur mánuðum að við værum ekki sannfærðir um að kaupa hann og eyða þeim peningum sem við þyrftum til þess,“ sagði Unai Emery. Hegðar sér vel en svona er fótboltinn „Þetta er eina málið. Hann æfir á hverjum degi, sýnir alltaf mjög góða hegðun og hjálpar okkur á æfingum. Þetta er ekki gott fyrir hann og ekki gott fyrir okkur, en svona er fótboltinn og stundum verðum við að taka ákvarðanir sem eru ekki góðar fyrir alla,“ sagði Emery. Elliott, sem fór á kostum með U21-landsliði Englands þegar það vann Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar, byrjaði aðeins tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool vann titilinn á síðasta tímabili. Hann hefur aðeins byrjað einu sinni í deildinni fyrir Villa og skoraði eina mark sitt gegn Brentford í deildabikarnum í september. Elliott gæti ekki spilað fyrir annað evrópskt félag á þessu tímabili þar sem hann hefur þegar spilað fyrir Liverpool og Villa á tímabilinu 2025-26. Liverpool gæti þurft á honum að halda Miðað við meiðslavandræði Liverpool er ekki útilokað að Elliott endi félagaskiptagluggann aftur í hóp Arne Slot, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er afstaðan á Anfield sú að þetta sé alfarið vandamál sem Aston Villa þurfi að leysa. 🚨🇺🇸 Charlotte FC are prepared to offer Harvey Elliott the chance to play on loan in MLS until June.Elliott, likely to return to Liverpool after being unused at Aston Villa on loan.Decision up to the player. pic.twitter.com/6NaL9Fcmgg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2026 Það er ekkert endurköllunarákvæði í núverandi samningi og aðeins er búist við því að Liverpool taki þátt í viðræðum ef Villa hefur frumkvæði að því að Elliott snúi aftur til Anfield. „Nei, Harvey er leikmaður Aston Villa“ Ef svo færi yrði búist við því að Villa greiddi gjald fyrir að rifta lánssamningnum og tæki hugsanlega þátt í að greiða laun Elliott. Þegar Elliott fór á lán í sumar gerði Liverpool ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sinni að félagaskiptin yrðu varanleg sumarið 2026. Slot stjóri Liverpool var nýlega spurður hvort félagið hefði kannað möguleikann á að fá Elliott aftur og hann sagði: „Nei, Harvey er leikmaður Aston Villa og hann á að vera þar út tímabilið,“ sagði Slot.
Enski boltinn Liverpool FC Aston Villa FC Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira