Lífið

„Hvaða rugl er þetta?“

Boði Logason skrifar
Lilja Katrín, Heimir og Ómar eru stjórnendur Bítisins á Bylgjunni.
Lilja Katrín, Heimir og Ómar eru stjórnendur Bítisins á Bylgjunni. Bítið

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa svo sannarlega slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti. Leynigesturinn er með poka yfir hausnum og syngur karókílag að eigin vali.

Að þessu sinni ákvað gesturinn að taka þekktan Elvis Presley-slagarann, Can't help falling in love, og kom Bítis-genginu svo sannarlega á óvart, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Bítið í bílnum er á rólegum og rómantískum nótum þennan þriðjudaginn en veist þú hver er undir pokanum?

Klippa: Rólegt og rómantískt í bílakarókí

Áhugasamir geta giskað á hver leynigesturinn er með því að fara inná Facebook-síðu Bylgjunnar eða fylgjast vel með í Bítinu á morgun, miðvikudag, á milli 9 og 10, hringt inn og giskað í beinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.