Enski boltinn

Konaté syrgir föður sinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ibrahima Konaté gat ekki tekið þátt í síðasta leik Liverpool og verður ólíklega með á morgun.
Ibrahima Konaté gat ekki tekið þátt í síðasta leik Liverpool og verður ólíklega með á morgun.

Ibrahima Konaté, leikmaður Liverpool, mun jarðsetja föður sinn Hamady Konaté síðar í dag.

Konaté er vanalega byrjunarliðsmaður í vörninni hjá Liverpool og hafði aðeins verið utan hóps í tveimur deildarbikarleikjum áður en Liverpool heimsótti Marseille í Meistaradeildinni á miðvikudag og sótti 0-3 sigur.

Þar var miðvörðurinn utan hóps og þjálfarinn Arne Slot sagði það vera af sorglegum persónulegum ástæðum. Konaté hefur nú greint frá andláti föður síns á samfélagsmiðlum.

Hann birti mynd í hringrásinni á Instagram þar sem hann greindi frá því að faðir hans yrði jarðsettur síðar í dag.

Skjáskot af færslu Konaté á Instagram.

„Við tilheyrum Allah og til hans munum við aftur snúa“ skrifaði Konaté á arabísku við færsluna.

Jarðarförin fer fram í París í hádeginu og ólíklegt verður að telja að Konaté muni spila með Liverpool gegn Bournemouth klukkan 17:30 á morgun.


Tengdar fréttir

„Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“

Þó að Liverpool hafi unnið góðan 3-0 útisigur gegn Marseille í gærkvöld eru sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport ekki hrifnir af þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á leikstíl liðsins frá því að Jürgen Klopp var við stjórnvölinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×