Frábært ár að baki hjá Bylgjunni SÝN 26. janúar 2026 09:08 Rafrænar ljósvakamælingar Gallup fyrir árið 2025 sýna ótrúlega góða hlustun á Bylgjuna. Stefán Ernir Valmundarson er útvarpsstjóri Sýnar. Þegar rafrænar ljósvakamælingar Gallup fyrir árið 2025 eru skoðaðar sést að Bylgjan á 45 af 50 mest hlustuðu klukkustundum ársins í útvarpi í aldursflokknum 12-80 ára. Bylgjan á auk þess 58 af 60 mest hlustuðu klukkustundunum í aldursflokknum 18-49 ára. Bylgjan heldur upp á 40 ára afmæli sitt í ár en hún hóf útsendingar árið 1986. Stöðin eldist eins og gott rauðvín og hefur hlustun á Bylgjuna sjaldan verið meiri en um þessar mundir. „Þessar tölur sýna svart á hvítu að Bylgjan er að bjóða landsmönnum upp á frábæra dagskrá auk þess sem auglýsendur hafa greiðan aðgang að stórum hluta landsmanna til að kynna vörur sínar og þjónustu í samkeyrðum auglýsingatíma Bylgjunnar, Gull Bylgjunnar og Létt Bylgjunnar,“ segir Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar. „Það er margt sem skýrir þennan góða árangur en fyrst og fremst er það frábært starfsfólk okkar sem á heiðurinn af þessum árangri. Stöðvarnar þrjár eiga í þéttu og góðu samstarfi þar sem m.a. hefur verið lögð mikil áhersla á gagnadrifna vinnu í tónlistarvali. Við höfum einnig gert ýmsar árangursríkar breytingar sem hafa skilað okkur stöðugleika daglega sem hlustendur okkar kunna svo sannarlega að meta.“ Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir margt skýra góðan árangur Bylgjunnar árið 2025. Fyrst og fremst sé það þó frábært starfsfólk sem eigi heiðurinn af honum. Frábær dagskrá sjö daga vikunnar Það er óhætt að segja að Bylgjan sinni hlustendum sínum með framúrskarandi dagskrá. „Bítið, sem er einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins, fer í loftið rétt fyrir kl. 7 alla virka daga vikunnar. Þar fara Heimir Karls, Lilja Katrín og Ómar Úlfur yfir helstu fréttir og taka púlsinn á þjóðmálum, færðinni, veðrinu og íþróttum. Ívar Guðmunds og Erna Hrönn fara svo í gegnum vinnudaginn með frábærri tónlist og gjafaleikjum, auk þess sem helsta tónlistarfólk landsins kíkir reglulega í spjall og frumflytur ný lög. Klukkan 16 alla virka daga hefst Reykjavík síðdegis sem er vinsælasti útvarpsþáttur landsins samkvæmt mælingum Gallup. Þar fá þeir Kristófer, Auðunn og Palli helsta stjórnmálafólk og hagsmunaaðila landsins í heimsókn til að taka á stórum málunum. Eftir kvöldfréttir tekur Bragi Guðmunds við og endar kvöldið með frábærri tónlist til klukkan 23.“ Helgarnar á Bylgjunni eru síðan pakkaðar af góðri skemmtun. „Svavar Örn og Júlíana Sara sjá um Bakaríið á laugardagsmorgnum þar sem þau fara yfir málefni líðandi stunda á léttan máta og fá til sín góða gesti. Páll Sævar kemur síðan öllum í gott skap í Hamingjustund þjóðarinnar síðdegis á laugardögum. Ljúfar helgar á Bylgjunni Á sunnudögum bjóðum við upp á Sprengisand sem er einn sterkasti þjóðmála- og stjórnmálaþáttur landsins og þátturinn Kær kveðja í umsjón Þórunnar Ernu Clausen, sem fer í loftið seinni part dags á sunnudögum, flytur óskalög og kveðjur frá hlustendum til ástvina í bland fallegar sögur af ást og rómantík. Þeir Bragi Guðmunds og Hvati sjá svo um að fylgja fólki í gegnum daginn frá kl. 12 til 16 um helgar. Þetta er því pökkuð dagskrá hvern einasta dag þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Áður en Stefán hóf störf hjá Sýn rak hann fyrirtæki á smásölumarkaði. „Þar nýtti ég mér t.d. birtingar á Bylgjunni og fann mikinn mun strax á fyrsta degi. Ég hef því tröllatrú á þessum auglýsingamiðli og hvet forsvarsmenn fyrirtækja til að kynna sér fjölbreytta auglýsingamöguleika á auglýsingar.is.“ SÝN er eina eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á auglýsingar í sjónvarpi, á neti, í útvarpi og hlaðvarpi. Kynntu þér málið á auglýsingar.is. Það borgar sig að auglýsa Bylgjustöðvunum Bylgjan á 40 ára afmæli í ár en hún var fyrsta löglega einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi og hóf útsendingar 28. ágúst 1986. „Við munum að sjálfsögðu halda upp á þetta stórafmæli með ýmsum hætti á árinu, sérstaklega yfir sumarið þar sem Bylgjulestin verður með sérstökum afmælisbrag. Mögulega bætast við nýjar og ferskar raddir í Bylgjulestina og ég get lofað enn meiri fjöri á viðkomustöðum hennar í sumar.“ Bylgjulestin verður í banastuði á afmælisárinu.Mynd/Mummi Lú. Og Stefán er brattur í upphafi afmælisársins. „Bylgjan byrjar nýtt ár gríðarlega sterkt. Í fyrstu rafrænu ljósvakamælingum ársins hjá Gallup var Bylgjan t.d. með 41% hlutdeild í aldurshópnum 12–49 ára á sama tíma og Rás 2 var með 22,5% hlutdeild. Ef við bætum við Gull Bylgjunni og Létt Bylgjunni þá eru Bylgjurnar þrjár með næstum 50% hlutdeild í þessum aldurshópi. Það sýnir vel hversu vinsælar stöðvarnar eru og um leið auðvitað hversu sterkir auglýsingamiðlar þær eru.“ Hvar er best að auglýsa í útvarpi? Bylgjurnar þrjár, Bylgjan, Létt Bylgjan og Gull Bylgjan, eru næstum með 50% hlutdeild í aldurshópnum 12-49 ára. Vísir er í eigu Sýnar. Bylgjan Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Bylgjan heldur upp á 40 ára afmæli sitt í ár en hún hóf útsendingar árið 1986. Stöðin eldist eins og gott rauðvín og hefur hlustun á Bylgjuna sjaldan verið meiri en um þessar mundir. „Þessar tölur sýna svart á hvítu að Bylgjan er að bjóða landsmönnum upp á frábæra dagskrá auk þess sem auglýsendur hafa greiðan aðgang að stórum hluta landsmanna til að kynna vörur sínar og þjónustu í samkeyrðum auglýsingatíma Bylgjunnar, Gull Bylgjunnar og Létt Bylgjunnar,“ segir Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar. „Það er margt sem skýrir þennan góða árangur en fyrst og fremst er það frábært starfsfólk okkar sem á heiðurinn af þessum árangri. Stöðvarnar þrjár eiga í þéttu og góðu samstarfi þar sem m.a. hefur verið lögð mikil áhersla á gagnadrifna vinnu í tónlistarvali. Við höfum einnig gert ýmsar árangursríkar breytingar sem hafa skilað okkur stöðugleika daglega sem hlustendur okkar kunna svo sannarlega að meta.“ Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir margt skýra góðan árangur Bylgjunnar árið 2025. Fyrst og fremst sé það þó frábært starfsfólk sem eigi heiðurinn af honum. Frábær dagskrá sjö daga vikunnar Það er óhætt að segja að Bylgjan sinni hlustendum sínum með framúrskarandi dagskrá. „Bítið, sem er einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins, fer í loftið rétt fyrir kl. 7 alla virka daga vikunnar. Þar fara Heimir Karls, Lilja Katrín og Ómar Úlfur yfir helstu fréttir og taka púlsinn á þjóðmálum, færðinni, veðrinu og íþróttum. Ívar Guðmunds og Erna Hrönn fara svo í gegnum vinnudaginn með frábærri tónlist og gjafaleikjum, auk þess sem helsta tónlistarfólk landsins kíkir reglulega í spjall og frumflytur ný lög. Klukkan 16 alla virka daga hefst Reykjavík síðdegis sem er vinsælasti útvarpsþáttur landsins samkvæmt mælingum Gallup. Þar fá þeir Kristófer, Auðunn og Palli helsta stjórnmálafólk og hagsmunaaðila landsins í heimsókn til að taka á stórum málunum. Eftir kvöldfréttir tekur Bragi Guðmunds við og endar kvöldið með frábærri tónlist til klukkan 23.“ Helgarnar á Bylgjunni eru síðan pakkaðar af góðri skemmtun. „Svavar Örn og Júlíana Sara sjá um Bakaríið á laugardagsmorgnum þar sem þau fara yfir málefni líðandi stunda á léttan máta og fá til sín góða gesti. Páll Sævar kemur síðan öllum í gott skap í Hamingjustund þjóðarinnar síðdegis á laugardögum. Ljúfar helgar á Bylgjunni Á sunnudögum bjóðum við upp á Sprengisand sem er einn sterkasti þjóðmála- og stjórnmálaþáttur landsins og þátturinn Kær kveðja í umsjón Þórunnar Ernu Clausen, sem fer í loftið seinni part dags á sunnudögum, flytur óskalög og kveðjur frá hlustendum til ástvina í bland fallegar sögur af ást og rómantík. Þeir Bragi Guðmunds og Hvati sjá svo um að fylgja fólki í gegnum daginn frá kl. 12 til 16 um helgar. Þetta er því pökkuð dagskrá hvern einasta dag þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Áður en Stefán hóf störf hjá Sýn rak hann fyrirtæki á smásölumarkaði. „Þar nýtti ég mér t.d. birtingar á Bylgjunni og fann mikinn mun strax á fyrsta degi. Ég hef því tröllatrú á þessum auglýsingamiðli og hvet forsvarsmenn fyrirtækja til að kynna sér fjölbreytta auglýsingamöguleika á auglýsingar.is.“ SÝN er eina eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á auglýsingar í sjónvarpi, á neti, í útvarpi og hlaðvarpi. Kynntu þér málið á auglýsingar.is. Það borgar sig að auglýsa Bylgjustöðvunum Bylgjan á 40 ára afmæli í ár en hún var fyrsta löglega einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi og hóf útsendingar 28. ágúst 1986. „Við munum að sjálfsögðu halda upp á þetta stórafmæli með ýmsum hætti á árinu, sérstaklega yfir sumarið þar sem Bylgjulestin verður með sérstökum afmælisbrag. Mögulega bætast við nýjar og ferskar raddir í Bylgjulestina og ég get lofað enn meiri fjöri á viðkomustöðum hennar í sumar.“ Bylgjulestin verður í banastuði á afmælisárinu.Mynd/Mummi Lú. Og Stefán er brattur í upphafi afmælisársins. „Bylgjan byrjar nýtt ár gríðarlega sterkt. Í fyrstu rafrænu ljósvakamælingum ársins hjá Gallup var Bylgjan t.d. með 41% hlutdeild í aldurshópnum 12–49 ára á sama tíma og Rás 2 var með 22,5% hlutdeild. Ef við bætum við Gull Bylgjunni og Létt Bylgjunni þá eru Bylgjurnar þrjár með næstum 50% hlutdeild í þessum aldurshópi. Það sýnir vel hversu vinsælar stöðvarnar eru og um leið auðvitað hversu sterkir auglýsingamiðlar þær eru.“ Hvar er best að auglýsa í útvarpi? Bylgjurnar þrjár, Bylgjan, Létt Bylgjan og Gull Bylgjan, eru næstum með 50% hlutdeild í aldurshópnum 12-49 ára. Vísir er í eigu Sýnar.
Bylgjan Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira