Meira en hundrað látin eftir jarðskjálfta í Tíbet
Hátt í hundrað eru látin og fjöldi er fastur í húsarústum í Tíbet eftir að jarðskjálfti, 6,8 að stærð, reið yfir klukkan sjö í morgun að staðartíma. Jarðskjálftinn fannst víða í vesturhluta Kína og Nepal. Talið er að minnst þúsund hús hafi hrunið og á annað hundrað hafa leitað á sjúkrahús vegna meiðsla.