Útlit fyrir að loðnuveiðar verði ekki leyfðar
Ekki er útlit fyrir að loðnuveiðar verði leyfðar í vetur, samkvæmt bráðabirðganiðurstöðum loðnumælinga sem gefnar voru út síðdegis. Árni Friðriksson rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar hefur verið úti á miðum við mælingar frá 16. janúar og á nú aðeins Vestfirði eftir.