Tókst loks að skjóta Starship geimfari á loft
Eftir tafir og nokkrar misheppnaðar tilraunir tókst loks að skjóta Starship geimfari fyrirtækisins SpaceX á loft í nótt. Um var að ræða tíunda tilraunaskotið en áður hefur geimfarið sprungið á jörðu niðri og splundrast á flugi.