Borgarslagur af bestu gerð
Borgarslagurinn í Manchester fer fram á Etihad-vellinum á morgun þegar Manchester City mætir Manchester United. Bæði lið hafa farið heldur hægt af stað í deildinni og vonast til að nýta þann leik sem stökkpall fyrir framhaldið.