Einkalífið - GDRN

Tónlistarkonan og leikkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, er viðmælandi í Einkalífinu. GDRN skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 og það má með sanni segja að líf hennar hafi verið tilviljanakennt. Hún stefndi á atvinnumennsku í fótbolta frá ungum aldri en slasaðist og fór því í tónlistarnám. Hún gaf út plötu án þess að hafa sungið fyrir framan fólk, fór með aðalhlutverk í Netflix seríu án þess að hafa leikið áður og er í dag ein þekktasta listakona landsins. Hún var að senda frá sér plötuna Frá mér til þín og segir suma texta 100% samda um ákveðnar manneskjur á meðan hún gefur sér skáldaleyfi í öðrum lögum. GDRN ræðir hér meðal annars um feril sinn, tónlistina, ástina, móðurhlutverkið, að vera kona í bransanum, vináttu sína við Bríeti, að byggja sig upp og vera með breiðara bak í dag en nokkru sinni fyrr.

6812
50:33

Vinsælt í flokknum Einkalífið