Blóðug hjálparhella hreinsar hústökuhúsið
Sandra Hlíf Ocares keypti nýverið 100 fermetra hús í Vesturbænum, nánar tiltekið húsið á horni Bræðraborgarstígs og Hávallagötu þar sem hústökufólk hafðist við nokkuð lengi. Eins og meðfylgjandi myndband sýnir mættu vinir Söndru til hennar í dag, laugardag, og hjálpuðu henni að hreinsa draslið úr garðinum og innan úr húsinu en útgangurinn var vægast sagt ævintýralegur þegar Sandra fékk það afhent. Sandra er bjartsýn. Hún er staðráðin í að gera húsið upp og flytja inn í það með stelpunum sínum tveimur eftir þrjár viku