Áttatíu fórust klukkustundum eftir samkomulag um vopnahlé

Yfir áttatíu fórust í árásum Ísraelshers á Gaza í nótt einungis klukkustundum eftir að samkomulag náðist um vopnahlé og lausn gísla. Þeirra á meðal voru yfir tuttugu börn. Ísraelska þingið á enn eftir að greiða atvæði um tillöguna. Til stóð að gera það í dag en því var frestað og vísuðu stjórnvöld í Ísrael til þess að Hamas hefði reynt að ná fram breytingum á samkomulaginu á síðustu stundu.

15
01:08

Vinsælt í flokknum Fréttir