Ísland í dag - Lífsstílslækningar fyrir yfirþyngd, þreytu og orkuleysi
Lífsstílslæknarnir Kjartan Hrafn Loftsson og Tekla Hrund Karlsdóttir lækna meðal annars yfirþyngd og þreytu og orkuleysi. Undanfarin ár hefur áhugi á ástæðum fyrir svokölluðum lífsstílssjúkdómum aukist verulega. Og læknar hafa í auknum mæli skoðað áhrif mataræðis og lífsstíls þegar kemur að því að fyrirbyggja og einnig lækna lífsstílssjúkdóma.