Tollar Trump gætu haft óbein áhrif hér á landi
Tuttugu og fimm prósenta tollar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt á allt innflutt ál og stál til Bandaríkjanna gætu haft óbein áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Íslenskt ál er flutt til Evrópu en fari álið sem tollarnir beinast gegn á aðra markaði en til Bandaríkjanna gæti það haft áhrif á eftirspurn.