Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Ólöf María komst ekki áfram

Ólöf María Jónsdóttir lauk öðrum hring á Algarve-mótinu í golfi nú laust fyrir hádegi. Ólöf María lék annan hringinn á 75 höggum eða þremur yfir pari vallarins. Hún var því á 9 höggum yfir pari samtals og kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Ólöf keppir í Portúgal á morgun

Ólöf María Jónsdóttir mun hefja leik klukkan 10.40 í fyrramálið á Opna portúgalska mótinu í golfi, sem er liður í Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram á Gramacho Pestana golfvellinum í Algarve og er heildarverðlaunaféð í mótinu 300 þúsund evrur, eða 2,4 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

6 íslenskar kepptu á opna franska

6 íslenskar stúlkur tóku þátt í Opna franska áhugamannamótinu í golfi sem fór fram bænum Pau í suðurhluta Frakklands um helgina. Helena Árnadóttir úr GR náði bestum árangri íslensku stúlknanna og komst í gegnum niðurskurðinn. Hún hafnaði í 40. sæti af 70 keppendum.

Sport
Fréttamynd

Campbell sigraði á Opna bandaríska

Nýsjálendingurinn Michael Campbell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í Pinehurst í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Fyrir lokahringinn var Campbell fjórum höggum á eftir Suður-Afríkumanninum Retief Goosen sem átti titil að verja. Goosen fór illa að ráði sínu og lék holurnar 18 í gær á 11 höggum yfir pari og varð í 11.-14.. sæti.

Sport
Fréttamynd

Goosen með þriggja högga forystu

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen hefur þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Goosen er á þremur höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru jafnir í öðru sæti. Báðir hafa leikið holurnar 54 á pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 34.-40. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 34.-40. sæti á St. Omer mótinu í golfi í Frakklandi. Birgir er búinn að spila sjö holur í morgun. Hann fékk skolla á annarri holu og nú áðan fór hann sjöundu holuna á þremur yfir pari og er því samtals á tveimur höggum yfir pari. Rétt fyrir hádegi voru sjö kylfingar jafnir í fyrsta sætinu á fjórum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Frábær árangur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson er sem stendur í 3.-5. sæti á St. Omer mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefur leikið frábærlega í morgun og er fjórum höggum undir pari eftir tíu holur.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 11. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er jafn í 11. sæti ásamt Walesbúanum Kyron Sullivan á 2  höggum undur pari fyrir lokahringinn á St.Omer golfmótinu í Frakklandi. Allir kylfingar hafa nú lokið leik í dag og því ljóst að Birgir er í seilingafjarlægð við efsta sætið fyrir lokahringinn.

Sport
Fréttamynd

Þremur höggum á eftir efstu mönnum

Birgir Leifur Hafþórsson endaði þriðja hring sinn með fugli á St.Omer mótinu í Frakklandi í dag. Hann lék samtals á 69 höggum og var tveimur höggum undir pari vallarins og er samtals á 211 höggum, tveimur undir pari. Hann er í 10.-14. sæti og er aðeins þremur höggum á eftir efstu mönnum mótsins, Carl Sunesen frá Svíþjóð og James Heath.

Sport
Fréttamynd

Fjarlægur draumur sem rættist

Margfaldur Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir, er nú orðin atvinnumaður og keppir á  evrópsku mótaröðinni, fyrst Íslendinga. Hún ferðast nú um heiminn og leikur golf um alla Evrópu. Hún æfir í Texasfylki yfir vetrartímann en reynir að skjótast heim til Íslands á milli móta yfir sumartímann.

Sport
Fréttamynd

Þrír jafnir í efsta sæti

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen og Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru efstir og jafnir á tveimur höggum undir pari samtals eftir tvo keppnisdaga á Opna bandaríska mótinu í golfi, öðru risamóti ársins.

Sport
Fréttamynd

Dottinn niður í 12.-16. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er dottinn niður í 12.-16. sæti á St.Omer mótinu í Frakklandi í áskorendamótaröð Evrópu. Hann er samtals á tveimur undir pari en hann fékk skolla á ellefu og tólftu. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 14.-17. sæti

Bigir Leifur er núna samtals á einu undir pari á St.Omer mótinu í Frakklandi. Hann fékk skolla á sextándu holu og er í 14.-17.sæti þegar hann á eina eftir í dag.

Sport
Fréttamynd

Browne og Mediate með forystuna

Bandarísku kylfingarnir Olin Browne og Rocco Mediate hafa eins höggs forystu á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi að loknum fyrsta hring. Þeir léku hringinn í gær á 67 höggum eða á þremur undir pari.

Sport
Fréttamynd

Wie færist nær Masters-mótinu

Micelle Wie frá Bandaríkjunum, sem aðeins er 15 ára, varð í gær fyrsta konan til að komast í gegnum niðurskurðinn fyrir Public Links áhugamannamótið í golfi, en Wie varði í öðru sæti á mótinu. Takist henni að sigra á Public Links mótinu öðlast hún keppnisrétt á Masters-mótinu sem fram fer í apríl á næsta ári og er eitt af risamótunum fjórum.

Sport
Fréttamynd

Golflandslið valið

Evrópumót áhugamannalandsliða í golfi fer fram á Hillside golfvellinum í Englandi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Staffan Johansson landsliðsþjálfari hefur valið íslenska liðið sem mun keppa á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf nr. 88 á peningalistanum

Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir er í 88. sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni með samtals 3.550 evrur eða 280 þúsund krónur. Birgir Leifur Hafþórsson er í 95. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar.

Sport
Fréttamynd

Sörenstam vann þriðja árið í röð

Sænska golfstjarnan Annika Sörenstam vann með þriggja högga mun á meistaramóti bandarísku mótaraðarinnar í golfi þriðja árið í röð. Hún lék samtals á 11 höggum undir pari. Bandaríska stúlkan Michelle Wie, sem er aðeins 15 ára, varð í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Garcia sendi skilaboð

Spánverjinn Sergio Garcia sendi skilaboð til annarra kylfinga fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem hefst á fimmtudag með sigri á Booz Allen mótinu í Maryland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Garcia vann með tveimur höggum, lék samtals á 270 höggum og var fjórtán undir pari.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð sigraði í Eyjum

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GK lék frábærlega á lokadegi Carlsbergmótsins í golfi sem nýlokið er í í Vestmannaeyjum í dag og vann sigur í karlaflokki. Hann lék samtals á 4 höggum undir pari en lokahringinn í dag lék hann einstaklega vel, á 3 höggum undir pari eða 67 höggum.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur vann í Eyjum

Ragnhildur Sigurðardóttir kylfingur úr GR vann í dag sigur í kvennaflokki á Carslbergmótinu í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum. Samtals lék Ragnhildur á 6 höggum yfir pari vallarins en lokahringinn fór hún á einu höggi undir pari eða 69 höggum. Hún var aðeins einu höggi frá vallarmetinu sem er 68 högg.

Sport
Fréttamynd

Allenby efstur í Maryland

Robert Allenby frá Ástralíu hefur tveggja högga forystu eftir tvo hringi á PGA-móti í golfi sem fram fer í Maryland í Bandaríkjunum. Allenby er samtals á níu höggum undir pari. Fjórir kylfingar eru á sjö höggum undir pari, Adam Scott og Steve Elkington, landar Allenbys, og Englendingarnir Lee Westwood og Matt Gogel.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á fimm höggum yfir pari

Íslandsmeistarinn í golfi Ólöf María Jónsdóttir lék á einu höggi yfir pari á fyrstu 12 holunum á Opna franska meistaramótinu í morgun og er samtals á fimm höggum yfir pari. Þetta er fimmta mót Ólafar Maríu á evrópsku mótaröðinni. Hún hafnaði í 41. sæti á Tenrife í apríl en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótum í Austurríki og á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Birgir á ellefu höggum yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson sem keppir á áskorendamóti í Esjberg Danmörku lék fyrstu níu holurnar á þriðja hring á þremur höggum yfir pari og er samtals á 11 höggum yfir pari, en aðstæður hafa ekki verið kylfingum hagstæðar á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð efstur í Eyjum

Keppni á Toyota-mótaröðinni í golfi hófst í Vestmannaeyjum klukkan sjö í morgun. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ hefur leikið vel og var á fjórum höggum undir pari eftir níu holur. Sigurpáll Geir Sveinsson, félagi Heiðars, Gunnar Þór Gunnarsson GKG og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR eru á einu undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir og Ólöf áfram

Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir komst áfram í gegn um niðurskurðinn á opna franska meistaramótinu í golfi í gær, þegar hún lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari. Fyrri daginn lék hún einnig á tveimur höggum undir pari og lauk því keppni í gær á fjórum yfir, sem nægði henni til áframhaldandi þáttöku á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á tveimur yfir

Íslenskir kylfingar taka þátt á mótum erlendis. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta hring sínum á áskorendamótaröðinni í Esbjerg í Danmörku í gær á þremur höggum yfir pari og Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á opna franska meistaramótinu, sem er liður í evrópsku mótaröðinni, á 74 höggum.

Sport
Fréttamynd

X-ið977 byrjar með íþróttafréttir

Í dag miðvikudag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni.

Sport
Fréttamynd

Bryant sigraði á Memorial-mótinu

Bart Bryant frá Bandaríkjunum sigraði á Memorial-mótinu í golfi sem fram fór í Ohio. Bryant lék á 16 höggum undir pari en í öðru sæti hafnaði Fred Couples á 15 höggum undir pari. Tiger Woods, Jeff Sluman og Bo Van Pelt urðu jafnir í þriðja sæti á 12 höggum undir pari, en Tiger Woods náði ekki að endurheima efsta sætið á heimslistanum.

Sport
Fréttamynd

Sörenstam sigraði í New Jersey

Besti kvenkylfingur heims, Annika Sörenstam, vann öruggan sigur á móti í New Jersey í gær. Sörenstam sem lék á 17 höggum undir pari þótt sýna snilldartilþrif á mótinu en hún var fjórum höggum á undan Julie Inkster sem varð önnur.

Sport