Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Svaka­legt að sjá fylgis­aukningu Höllu Hrundar

Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum.  

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Helga lenti einnig í vand­ræðum

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi fékk skilaboð frá kjörstjórn um að hana vantaði nokkrar undirskriftir til viðbótar eftir yfirferð. Hennar fólk var fljótt að bregðast við og náði hún lágmarkinu aftur „á núll einni“.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar í aðra undir­skrifta­söfnun

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi ætlar að hefja undirskriftasöfnun vegna frumvarps til laga er varðar lagareldi. Hún vill koma í veg fyrir að auðlindir þjóðar verði gefnar endurgjaldslaust til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Sprakk úr hlátri

Jón Gnarr segist ólíklegur til að beita málskotsréttinum nema í öfgatilfellum eins og ef lægi fyrir Alþingi að leiða dauðarefsingar í lög. Þá myndi hann mótmæla því sem forseti og leggja í hendur þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Verði ekki meðvirk frekar en Ólafur Ragnar

Katrín Jakobsdóttir segir að bakgrunnur hennar sem stjórnmálamaður muni frekar reynast henni styrkleiki en veikleiki eins og sumir hafi nefnt. Hún verði ekki meðvirk með kunningjum sínum úr stjórnmálum frekar en fyrri forsetar.

Innlent
Fréttamynd

Þrettánda nafnið bætist við

Landskjörstjórn hefur tilkynnt að í ofanálag við þá tólf frambjóðendur til forseta, sem skiluðu meðmælalistum í Hörpu í dag, hafi sá þrettándi skilað með rafrænum hætti. Sá heitir Kári Vilmundarson Hansen.

Innlent
Fréttamynd

Fimm af tólf skiluðu einungis raf­rænum með­mælum

Fimm af þeim tólf sem skiluðu framboðum sínum til forseta Íslands og lista yfir meðmælendur skiluðu einungis rafrænum meðmælum. Sjö frambjóðendur skiluðu bæði rafrænt og á pappír. Aldrei áður hafa svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Dregur fram­boðið til baka

Sigríður Hrund Pétursdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Henni tókst ekki að safna tilskildum fjölda meðmæla, sem skila þarf inn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðs­listar opin­beraðir eftir helgi

Frambjóðendur til embættis forseta Íslands munu skila inn framboðum sínum í Hörpu á morgun. Formlegur framboðslisti mun þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi, í fyrsta lagi. Kristín Edwald, formaður landskjörsstjórnar, segir að ýmsu að huga.

Innlent
Fréttamynd

Ögur­stund og opnunarhóf hjá fram­bjóð­endum

Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríði þykir ó­lík­legt að hún nái undir­skriftum

Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Ó­lína segir land­ráða­mál í upp­siglingu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Á­huga­verðir tímar kalla á á­huga­verðan for­seta

Ég er hluti af framboðsherferð á Íslandi sem er að reyna að gera Snæfellsjökul að næsta forseta Íslands. Við erum teymi af umhverfisverndarsinnum, listamönnum, lögfræðingum, vísindamönnum, lögfræðingum og áhugasömum borgurum sem gera sér grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þess að leiðtogar okkar setji réttindi náttúrunnar í forgang, sem er megin áhersla framboðsins.

Skoðun