Þetta kom fram í máli Baldurs í Hörpu í morgun þegar hann skilaði inn framboði sínu til embættisins. Hann sagði atkvæðin nær þrjú þúsund og þætti vænt um hve mikil grasrót væri á bak við þann fjölda og ákall um framboðið alls staðar að af landinu.
Baldur sagði þá Felix vilja nýta sér dagskrárvald forseta til að ná raunverulegum árangri í einstaka málum eins og eru vörðuðu unga fólkið, geðheilbrigði og jafnréttismál.
Mikilvægt sé að forseti og forsætisráðherra geti átt trúnaðarsamtöl til dæmis ef mál koma upp þar sem virðist sem Alþingi ætli að takmarka tjáningarfrelsi eða takmarka mannréttindi með öðrum hætti. Eftirlitshlutverk forseta sé skýrt hvað þetta varði.