Skoðun

Fréttamynd

Að kjósa með nú­tíma hugsunar­hætti

Ragnhildur Katla Jónsdóttir

Kosningarnar sem standa nú yfir má líkja við sætisbeltaljós í miðri ókyrrð. Hvað á að kjósa þegar fjármál landsins, skólamál, geðheilbrigðismál og umhverfismál eru öll í hnút? Flokkarnir lofa öllu fögru en hvað ætla þau að standa við, hvernig getum við vitað betur?

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fontur – hiti þrjú stig

Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Bankinn gefur, bankinn tekur

Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. 

Skoðun
Fréttamynd

Góður granni, gulli betri!

Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi er alls konar

Frelsi einstaklinga til skoðana og athafna er ekkert sérlega umdeilt lengur á Íslandi, sem betur fer. En það þarf þó að standa vörð um það sem endranær. Þá setur að manni ugg þegar maður les um stórfelldar takmarkanir á einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum, sérstaklega gagnvart konum, en þangað var jú horft í miklum mæli áður þegar rætt var um einstaklingsfrelsi.

Skoðun
Fréttamynd

Betra plan í ríkis­fjár­málum

Sósíalistaflokkurinn leggur höfuðáherslu á að tekjuöflun ríkissjóðs verði gerð réttlátari. Það er forsenda þess að hægt sé að stöðva skuldasöfnun ríkisins sem dregur niður lífskjör almennings bæði til lengri og skemmri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensku­fræðingurinn Sig­mundur Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X undanfarna daga þar sem hann amast við kynhlutlausu máli og vitnar m.a. í grein sína „Pólitísk skemmdarverk á íslenskri tungu,“ sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Dýr­keyptur að­gangur

Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf Al­þingi að vera í ó­vissu?

Geta alþingismenn ekki lengur treyst því að breytingar sem þeir gera á frumvörpum hafi lagagildi? Spurt var að þessu á netinu í gær með orðunum „Þessi dómur skapar mikla lagaóvissu fyrir Alþingi þar sem nú er ekki ljóst hversu mikið má breyta lagafrumvörpum í nefndum Alþingis og svo virðist sem það geti orðið héðan í frá matsatriði dómara hverju sinni.“

Skoðun
Fréttamynd

Evrópa og sjálf­stæði Ís­lands

Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­næmt sam­félag, betri líf­skjör og jöfn tæki­færi fyrir öll

Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn, evran og Finn­land

Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum þing­mann eins og Ágúst Bjarna

Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Við þurfum að sameinast um það verkefni að tryggja það að Ágúst Bjarni haldi sínu þingsæti sem þingmaður Suðvesturkjördæmis, þingmaður Hafnfirðinga, þingmaður fyrir landið allt!

Skoðun
Fréttamynd

Sagna­arfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina

Við lifum nú ögurtíma, þar sem áhugi okkar á því hver við erum sem mannkyn og hvernig við hugsum, munu skilgreina hvort við eigum framtíð á þessari jörð. Metsölubækur á borð við Sapienseftir Yuval Noah Harari, sem tekst á við manninn í sögulegu samhengi og á mörkum hugvísinda og náttúruvísinda, bera merki um slíkan áhuga.

Skoðun