Skoðun

Fréttamynd

Hvers virði er lamba­kjöt?

Hafliði Halldórsson

Fátt er táknrænna fyrir Ísland en íslenska sauðkindin. Hún hefur fylgt okkur frá upphafi byggðar og haft mótandi áhrif á matarvenjur, lifnaðarhætti og náttúru Íslendinga. Samt er oft eins og við gleymum því, bæði í orðum og verki, hversu dýrmæt tenging sem þessi er og raunar hvaðan við komum.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þjóðar­eign, trú og skattar

Saga, trú og stjórnmál eru nátengd og oft notuð til að móta sýn og réttlæta ákvarðanir. En þegar slík afstaða er byggð á goðsögnum fremur en staðreyndum, getur hún skaðað samfélag, hagkerfi og lýðræðislega umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til stjórn­valda

Hvað ef röddin þín heyrðist ekki – og skilaboðin kæmust aldrei á leiðarenda? Hvað ef upplýsingarnar sem þú þarft til að lifa sjálfstæðu lífi væru óaðgengilegar – eða einfaldlega ekki til staðar? Þetta er veruleiki fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Íslandi í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Við skuldum þeim að hlusta

Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur.

Skoðun
Fréttamynd

Mat­væla­verð hefur nær þre­faldast frá stofnun Við­skipta­ráðs!

Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Al­var­leg staða í um­hverfi fréttamiðla

Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Stéttarkerfi

Í íslenskum barnarétti er gengið út frá því að barn eigi rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra. Sú meginregla á sér stoð í barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er almennt óumdeild.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur líf­fræði­legrar fjöl­breytni 2025

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag, þann 22. maí. En hvað er líffræðileg fjölbreytni? Er einhver munur á líffræðilegri fjölbreytni, lífbreytileika eða líffjölbreytni? Nei, þetta eru allt orð yfir sama hugtakið sem á ensku er biological diversity eða einfaldlega biodiversity.

Skoðun
Fréttamynd

Æfingin skapar meistarann!

Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax.

Skoðun
Fréttamynd

140 sinnum lík­legra að verða fyrir eldingu

ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ, héldu á dögunum málþingi mundir yfirskriftinni „Veðmál, íþróttir og samfélagið - hvert stefnum við?“. Nánar tiltekið var efni þingsins kynnt með þessum hætti: „Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Konum í af­plánun fjölgar: Með flókin á­föll á bakinu

Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald.

Skoðun
Fréttamynd

Traust í húfi

Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­mæta­sköpun án virðingar

Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun?

Skoðun
Fréttamynd

Daði Már týnir sjálfum sér

Í umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra má heyra fullyrðingar stjórnarliða þess efnis að hækkun á veiðigjaldi árið 2012 hefði ekki leitt til mikilla vandræða í íslenskum sjávarútvegi. Þess vegna sé óhætt að stórhækka þau aftur í ár. Þar er verið að vísa til þess að varnaðarorð sjávarútvegsfyrirtækja á sínum tíma um „svartnætti“ og „dómsdagspár“ yfir íslenskum sjávarútvegi hafi ekki átt við nein rök að styðjast og gert lítið úr þeim sjónarmiðum sem þá voru sett fram.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðir gegn man­sali í for­gangi

Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn á verðinum – um á­byrgð, fram­tíðar­sýn og mikil­vægi forvirkrar stjórn­sýslu

Greinin er tilraun til að varpa ljósi á áskoranir sem hafa komið ítrekað upp í ákveðnum þáttum íslenskrar stjórnsýslu. Í henni er fjallað um hvort vöntun sé á skipulagi eins og framtíðarsýn eða heildarstefnu (strategíu) – og sú tilhneiging að bregðast frekar við en að móta – geti bent til undirliggjandi áskorana í skipulagi og menningu stjórnkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíðin fær hús­næði

Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu.

Skoðun
Fréttamynd

Brýr, sýkingar og börn

Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum?

Skoðun