Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Borgari var aðstoðaður í umdæmdi þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann hafði óvart læst sig úti og þurfti á aðstoð lögreglu að halda. Innlent 5. júlí 2025 08:13
Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 4. júlí 2025 22:18
„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4. júlí 2025 20:54
Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni. Innlent 4. júlí 2025 13:38
Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4. júlí 2025 13:24
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 4. júlí 2025 11:38
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 4. júlí 2025 09:39
Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Karlmaður með réttarstöðu sakbornings í umfangsmestu mansalsrannsókn Íslandssögunnar sagðist hvorki kannast við sambýliskonu bróður síns né börn þeirra. Bróðirinn, grunaður höfuðpaur í málinu, og sambýliskonan eru líka með réttarstöðu sakbornings. Sambýliskonan sagðist starfa við þrif hjá fyrirtæki eiginmannsins. Í tölvu sem fannst í herbergi hennar mátti sjá beint streymi sem sýndi frá fyrirtæki eiginmanns hennar. Innlent 4. júlí 2025 07:02
Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda ökumanna í umferðinni í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna of hraðs aksturs og fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. Innlent 4. júlí 2025 06:20
Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Innlent 3. júlí 2025 23:03
Stór lögregluaðgerð í Laugardal Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði. Innlent 3. júlí 2025 19:21
Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 3. júlí 2025 18:36
Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir. Innlent 3. júlí 2025 10:53
Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Barn á hjóli slasaðist lítillega í Hafnarfirði í gær þegar ekið var á það. Þá var maður handtekinn fyrir að ganga berserksgang í sveitarfélaginu og einstaklingi í annarlegu ástandi vísað burtu af veitingastað. Innlent 3. júlí 2025 06:22
Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Innlent 2. júlí 2025 20:05
Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Franska konan og eiginmaður hennar og dóttir sem hún er grunuð um að hafa banað sendu fjölskyldu sinni póst sem innihélt þrjár erfðaskrár. Eignir upp á rúman milljarð króna eiga að hafa verið taldar þar upp. Innlent 2. júlí 2025 18:25
Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Rannsókn embættis héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða er lokið og hefur gögnum verið komið til saksóknara hjá embættinu sem mun taka ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu. Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í málinu. Innlent 2. júlí 2025 12:52
Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands. Innlent 2. júlí 2025 11:57
Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. Innlent 1. júlí 2025 21:59
Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Innlent 1. júlí 2025 19:01
Beðið eftir krufningarskýrslu Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu. Innlent 1. júlí 2025 17:50
Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Rætt var við tæplega sextíu manns hér á landi í síðustu viku og teknar skýrslur af 46 þeirra í tengslum við rannsókn írsku lögreglunnar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019. Innlent 1. júlí 2025 14:19
Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Innlent 1. júlí 2025 13:44
Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Skemmdir voru unnar á um tíu bílum á Seltjarnarnesi um helgina en tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagsmorgun. Bílarnir voru kyrrstæðar í bílastæðum við Seltjarnarneskirkju á Kirkjubraut og á Nesvegi við Mýrarhúsaskóla. Innlent 30. júní 2025 18:35
Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Innlent 30. júní 2025 14:22
Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Innlent 30. júní 2025 13:54
Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Innlent 30. júní 2025 11:29
Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi „Það er góð spurning. Það eru auðvitað núna komin sex ár síðan Jón hvarf og nú er írska lögreglan að koma til Íslands í fyrsta skipti,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í Bítinu í morgun, spurður að því hvers vegna yfirheyrslur væru nú að fara fram á Íslandi. Innlent 30. júní 2025 10:13
Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. Innlent 29. júní 2025 21:30
Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. Innlent 29. júní 2025 17:54