Einn deyr á hverri mínútu úr Covid-19 í Bandaríkjunum Nú styttist óðum í að kórónuveirutilfelli á heimsvísu nái sextíu milljónum það sem af er faraldrinum ef marka má talningu Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum. 23.11.2020 07:02
Wong lýsti sig sekan í réttarhöldum í Hong Kong Aðgerðasinninn Joshua Wong frá Hong Kong mætti fyrir rétt í morgun í borginni. 23.11.2020 06:55
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru sex í sóttkví en fjórir ekki. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. 20.11.2020 11:30
Skoðar mál fanga sem liggur alvarlega veikur á gjörgæslu Dómsmálaráðuneytið skoðar nú mál fanga sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild en hann var fluttur með sjúkrabíl frá fangelsinu á Hólmsheiði á Landspítalann 8. nóvember síðastliðinn. 20.11.2020 07:21
Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19.11.2020 09:32
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19.11.2020 09:04
250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19.11.2020 06:52
Dregur úr styrk Jóta Dregið hefur úr krafti fellibylsins Jóta sem nú mælist sem hitabeltisstormur þar sem hann gengur yfir Mið-Ameríku. Mikil flóð hafa fylgt óveðrinu og að minnsta kosti níu hafa látið lífið í hamförunum. 18.11.2020 09:10
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18.11.2020 08:47
Rak yfirmann deildarinnar sem hefur eftirlit með kosningum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. 18.11.2020 06:47