Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stórskemmdi grasflötina við Höfða

Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð.

Upp­sagnar­á­kvæði stendur í fólki

Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins.

Segja lof­orð svikin í Skála­felli

Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum.

Rófustappan olli niður­gangi þorrablótsgesta

Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað.

Hefur á­hyggjur af Brynjari í sæti dómara

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri, utanríkisráðherra og einn stofnenda Kvennalistans telur lítið hafa áunnist gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Taka þurfi til í réttarkerfinu. Hún segir setningu Brynjars Níelssonar í embætti héraðsdómara vera áhyggjuefni.

Þing­manni blöskrar viðbragðsleysi skóla­stjóra

Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta.

Norah Jones með sumartónleika í Hörpu

Grammy-verðlaunahafinn margfaldi Norah Jones heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 3. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik ehf. 

Lands­mönnum líst sí­fellt betur á veggjöld

Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum.

Guð­jón og Ómar Ingi unnu Gulleggið

Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar.

Sjá meira