Fleiri í sóttkví vegna smits hjá DV Fleiri starfsmenn útgefanda Fréttablaðsins og DV, Torgs ehf, þurfa að fara í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni DV fyrir helgina. 9.8.2020 00:01
Hundrað þúsund Brasilíumenn látist í faraldrinum Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. 8.8.2020 23:19
Forsetaframbjóðandi missti af fyrsta framboðsfundinum vegna árásar leðurblöku Forsetaframbjóðandi bandaríska Frjálshyggjuflokksins, háskólakennarinn Jo Jorgensen, sá sér ekki fært að mæta á fyrsta skipulagða viðburð kosningabaráttu hennar sem fara átti fram fyrr í dag. Jorgensen mun verja helginni í kosningaferð um suðurríkin Mississippi og Louisiana. 8.8.2020 22:49
Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8.8.2020 21:14
Grímuskyldu komið á í fjölförnum svæðum Parísar Frá og með mánudeginum verður Parísarbúum skylt að klæðast andlitsgrímum á meðan þeir ferðast í gegnum ákveðin fjölfarin svæði höfuðborgarinnar. Líkt og hér á landi hefur faraldur kórónuveirunnar sótt í sig veðrið á undanförnum vikum í Frakklandi. 8.8.2020 20:44
Köstuðu bensínsprengjum að lögregluþjónum Á þriðja tug norður-írskra lögreglumanna slösuðust eftir að hópar ungmenna köstuðu bensínsprengjum að þeim. 8.8.2020 19:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Til greina kemur að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna í einstaka lögregluumdæmum vegna kórónuveirufaraldursins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Mikill viðbúnaður var á Hrafnistu vegna gruns um smit sem síðar reyndist neikvætt. 8.8.2020 18:06
Rann af flugbrautinni og fór í tvennt Farþegaflugvél með um 180 farþega innanborðs rann af flugbraut flugvallarins í Kozhikode í Kerala-héraði Indlands. 7.8.2020 15:35
Segja Jóhann Karl njóta lífsins á lúxushóteli í Abú Dabí Fyrrverrandi konungur Spánar hefur notið lífsins á einu af glæsilegustu hótelum heims síðan að hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 7.8.2020 15:15
Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands og Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. 7.8.2020 13:32