Hækkaði launin sín og lét fyrirtækið borga fyrir skilnaðinn Alessandro Era, Ítali sem kom að stofnun gæludýrafóðursverksmiðju hér á landi, hefur verið dæmdur til að greiða félagi á fimmta tug milljóna. Hann hækkaði til að mynda eigin laun um hálfa milljón á mánuði án heimildar og lét félagið greiða lögmannskostnað vegna eigin hjónaskilnaðar. 16.1.2024 14:16
Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14.1.2024 15:59
Bein útsending frá gosstöðvunum Eldgos hófst rétt norðan Grindavíkur klukkan 07:57 á sunnudagsmorgun. Í fréttinni má sjá gosstöðvarnar í beinni útsendingu. 14.1.2024 13:14
„Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14.1.2024 12:39
Flogið yfir gosstöðvarnar Ný myndskeið sem tekin eru með dróna sýna skýrt hversu nálægt Grindavíkurbæ gossprungan, sem opnaðist í morgun, er. 14.1.2024 11:56
Hraunflæðið fjórðungur af því sem var síðast Prófessor í jarðeðlisfræði segir aðeins nokkrar klukkustundir í að hraun nái að renna til húsa innan Grindavíkurbæjar, ef hraunflæði helst óbreytt. 14.1.2024 10:44
„Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14.1.2024 10:17
Tóku spennu af háspennustreng til að verja orkuverið Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir í samtali við Vísi að helsta áhyggjuefnið, hvað varðar orkumál, séu rafmagnsinnviðir við Grindavíkurveg og inni í Grindavíkurbæ. 14.1.2024 09:58
Bjarga verðmætum undan hraunflæðinu Menn eru að vinnu við að bjarga jarðýtum og fleiru, sem er alveg við hraunjaðarinn. 14.1.2024 09:53