Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29.11.2023 20:38
Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. 29.11.2023 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitandinn Hussein Hussein segist óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla hjálp við athafnir daglegs lífs. Honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar. Við hittum Hussein og fjölskyldu hans í kvöldfréttum klukkan 18:30. 29.11.2023 18:01
Norvik eignast 95 prósent í nítján milljarða króna félagi Mikill meirihluta hluthafa í Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði, hefur samþykkt yfirtökutilboð íslenska félagsins Norvik. Norvik á eftir yfirtökuna ríflega 95 prósent hlutafjár í Bergs en átti fyrir um 59 prósent hlut. 29.11.2023 17:41
Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28.11.2023 22:57
Tekjur jukust mikið en tapið áfram gríðarlegt Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. 28.11.2023 22:46
Landsbankinn selur hlutinn í Keahótelum sem tekinn var upp í skuldir Landsbankinn hefur auglýst 35 prósent hlut sinn í Keahótelum ehf. til sölu. Bankinn eignaðist hlutinn eftir endurskipulagningu félagsins sem fól í sér að skuldum við bankann var breytt í hlutafé. 28.11.2023 21:25
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28.11.2023 20:18
Breytt afkomuspá vegna jarðhræringa: Hlutir hafi verið teknir úr samhengi Flugfélagið Play hefur tilkynnt að afkomuspá fyrir árið eigi ekki lengur við. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á eftirspurn til skemmri tíma orsaki það. 28.11.2023 18:50
Toppur Keilis hreyfst og varasamar sprungur myndast Lögreglan á Suðurnesjum segir varasamt að ganga á Reykjanesskaganum eftir jarðhræringar á svæðinu. Sprungur hafi myndast víða og toppur Keilis hafi færst til. 28.11.2023 18:36