Hætta útsendingum Útvarps 101 101 Productions ehf. hefur ákveðið að gera ótímabundið hlé á útsendingum útvarpstöðvarinnar Útvarp 101 FM 94.1. 5.9.2023 18:38
Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimmtán önnur brot Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019. 5.9.2023 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum. 5.9.2023 18:00
Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. 5.9.2023 10:00
Fær engin svör og var sagt að senda póst Lögmaður sem gætir hagsmuna kvennanna tveggja sem hafa verið í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 síðan eldsnemma í morgun segist engin svör hafa fengið frá lögreglunni. 4.9.2023 22:39
Afkoma ríkisins tæplega hundrað milljörðum skárri en var spáð Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 reyndist tæplega eitt hundrað milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022 og um fimmtíu milljörðum króna betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022. 4.9.2023 19:52
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4.9.2023 18:35
Vaktin: Aðgerðasinnar hlekkja sig við Hval 8 og Hval 9 Aðgerðarsinnar eru enn í fullu fjöri, hlekkjaðir við möstur hvalveiðibátana Hval 8 og Hval 9. Þar hafa þau verið frá því snemma í morgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. 4.9.2023 09:09
Arðsemi fyrst núna að nálgast arðsemi norrænna banka Bankastjóri Arion banka segir að bankinn fagni skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra. Arðsemi stóru bankanna þriggja sé ekki of mikil. Arðsemi eigin fjár Arion banka var 14,5 prósent á fyrri helmingi ársins. 30.8.2023 16:50
Tilkynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent. Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni. 30.8.2023 15:06